Myndir: Fjölmennt herlið á Reykjanesskaga

Varnarmál Íslands | 31. ágúst 2024

Myndir: Fjölmennt herlið á Reykjanesskaga

Varnaræfingin Norður-Víkingur hófst í vikunni og nær til 3. september. Æfingin er haldin á grundvelli tvíhliða varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna frá 1951 og fer að jafnaði fram á tveggja ára fresti.

Myndir: Fjölmennt herlið á Reykjanesskaga

Varnarmál Íslands | 31. ágúst 2024

Um 1.200 manns taka þátt í varnaræfingunni Norður-Víkingur.
Um 1.200 manns taka þátt í varnaræfingunni Norður-Víkingur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Varnaræfingin Norður-Víkingur hófst í vikunni og nær til 3. september. Æfingin er haldin á grundvelli tvíhliða varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna frá 1951 og fer að jafnaði fram á tveggja ára fresti.

Varnaræfingin Norður-Víkingur hófst í vikunni og nær til 3. september. Æfingin er haldin á grundvelli tvíhliða varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna frá 1951 og fer að jafnaði fram á tveggja ára fresti.

„Svona æfing undirstrikar að Ísland er herlaust land en svo sannarlega ekki varnarlaust og þetta undirstrikar lifandi varnarskuldbindingar,“ segir Jónas G. Allanson, skrifstofustjóri varnamálaskrifstofu Utanríkisráðuneytisins, um varnaræfinguna.

Jónas G. Allanson, skrifstofustjóri varnamálaskrifstofu Utanríkisráðuneytisins.
Jónas G. Allanson, skrifstofustjóri varnamálaskrifstofu Utanríkisráðuneytisins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Meginþungi æfingarinnar er í og við öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli og var blaðamaður Morgunblaðsins mættur þangað í gærdag og ræddi við þá sem að æfingunni koma.

Segir Jónas að æfingin í ár leggi áherslu á sjóvarnir og fer stærstur hluti hennar fram úti á hafi. Þá tekur einnig flugher þátt, sem og virkur liðsafli á landi þar sem aðal áherslan er lögð á varnir innviða.

Á meðal æfinga eru t.a.m. viðbrögð við árás á mikilvæga innviði, kafbátaeftirlit, sprengjueyðing, leit og björgun og sjúkraflutningar.

Um 1.200 manns taka þátt í heræfingunni, þar af um 200 Íslendingar frá varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, Landhelgisgæslunni, Ríkislögreglustjóra, almannavörnum og öðrum stofnunum.

Auk Íslands og Bandaríkjanna taka þátt í æfingunni sveitir, flugvélar og skip frá Danmörku, Frakklandi, Hollandi, Noregi, Póllandi og Portúgal.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Í þessum æfingum felst fælingarmáttur. Við erum að senda skýr skilaboð um þessa sameiginlegu skuldbindingu og að hún haldi,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra. 

Patrick Hayden, aðmíráll í 6. flota bandaríska sjóhersins.
Patrick Hayden, aðmíráll í 6. flota bandaríska sjóhersins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Patrick Hayden, aðmíráll í 6. flota bandaríska sjóhersins, undirstrikaði mikilvægi æfingarinnar í samtali við blaðamann og segja margar krefjandi aðstæður geta komið upp sem kalli til þess að Ísland og Bandaríkin þurfi að vinna saman. 

Lesa má nánar um málið í umfjöllun Morgunblaðsins í dag. 

mbl.is