Segir lög um þungunarrof of ströng

Segir lög um þungunarrof of ströng

Donald Trump forsetaframbjóðandi hefur sagt að hann myndi greiða atkvæði gegn frumvarpi sem myndi vernda réttinn til þungunarrofs í Flórída, en sagði löggjöfina engu að síður of stranga. 

Segir lög um þungunarrof of ströng

Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti | 31. ágúst 2024

Trump segir sex vikur of skamman tíma til þungunarrofs en …
Trump segir sex vikur of skamman tíma til þungunarrofs en að hann myndi samt kjósa gegn frumvarpi sem myndi vernda rétt kvenna til þungunarrofs í Flórída. AFP

Donald Trump forsetaframbjóðandi hefur sagt að hann myndi greiða atkvæði gegn frumvarpi sem myndi vernda réttinn til þungunarrofs í Flórída, en sagði löggjöfina engu að síður of stranga. 

Donald Trump forsetaframbjóðandi hefur sagt að hann myndi greiða atkvæði gegn frumvarpi sem myndi vernda réttinn til þungunarrofs í Flórída, en sagði löggjöfina engu að síður of stranga. 

Trump tjáði sig um núverandi löggjöf ríkisins sem heimilar þungunarrof fram að sjöttu viku í viðtali við fréttastofu NBC á fimmtudaginn. Sagði fyrrverandi forsetinn þá að sex vikur væru of skammur tími.

Íhaldsmenn gagnrýna ummæli Trump

Inntur eftir því hvernig hann myndi kjósa varðandi frumvarpið svaraði hann að hann myndi kjósa fleiri vikur.

„Ég myndi kjósa fleiri en sex vikur.“

Samkvæmt fréttastofu BBC hlutu ummæli hans mikla gagnrýni frá baráttufólki gegn þungunarrofi og íhaldsmönnum.

Í viðtali við Fox News degi síðar ítrekaði Trump að honum þættu sex vikur enn of skammur tími en að hann myndi kjósa gegn löggjöfinni sem myndi verja réttinn til þungunarrofs í ríkinu. 

„Þú þarft lengri tíma en sex vikur,“ sagði Trump. „Ég hef sagt það strax frá fyrsta prófkjöri þegar ég heyrði um þetta.“

Rökstuddi hann afstöðu sína gegn frumvarpinu með því að halda því ranglega fram að demókratar styddu þungunarrof fram að fæðingu. 

Hæstiréttur Bandaríkjanna snéri við ákvörðun sinni um stjórnarskrárvarinn rétt til …
Hæstiréttur Bandaríkjanna snéri við ákvörðun sinni um stjórnarskrárvarinn rétt til þungunarrofs árið 2022. AFP

Of seint þegar konur komast að þunguninni

Lög er varða þungunarrof eru misjöfn milli ríkja eftir að hæstiréttur Bandaríkjanna snéri við dómsúrskurði Roe gegn Wade og fjarlægði þar með stjórnarskrárvarinn rétt til þungunarrofs.

Þungunarrof eftir 21. viku eru þó afar sjaldgæf, í þeim ríkjum þar sem þau eru á annan bóginn heimiluð, og eru slíkar aðgerðir oftast framkvæmdar vegna alvarlegra fósturgalla eða ef þungunin ógnar lífi móðurinnar.

Andstæðingur Trump í forsetakosningunum, Kamala Harris, gaf frá sér yfirlýsingu í kjölfar ummæla Trump og sagði að af þeim væri augljóst að Trump myndi stuðla að frekari takmörkunum á réttinum til þungunarrofs.

„Donald Trump hefur gert afstöðu sína til þungunarrofs mjög skýra: Hann mun greiða atkvæði með því að bönn við þungunarrofi séu svo ströng að þau taki gildi jafnvel áður en margar konur viti að þær séu ófrískar.“

mbl.is