Haustlegar bláberja- og lakkríspavlovur

Uppskriftir | 1. september 2024

Haustlegar bláberja- og lakkríspavlovur

Elenora Rós Georgsdóttir unga bakarastúlkan knáa sem hefur unnið hug og hjörtu landsmanna með sinni einlægu og fallegu framkomu og ómótstæðilegu kræsingum er komin með nýja uppskrift. Hún býður upp á gullfallegar pavlovur með bláberjum- og lakkrís með haustlegu yfirbragði en innblásturinn fyrir uppskriftina fékk hún þegar hugurinn leitaði heim. En Elenora býr í Lundúnum og segist oft finna fyrir heimþrá.

Haustlegar bláberja- og lakkríspavlovur

Uppskriftir | 1. september 2024

Elenora Rós Georgsdóttir býður upp á haustlegar pavlovur með bláberjum- …
Elenora Rós Georgsdóttir býður upp á haustlegar pavlovur með bláberjum- og lakkrís sem er uppáhaldskombóið hennar. Samsett mynd

Elenora Rós Georgsdóttir unga bakarastúlkan knáa sem hefur unnið hug og hjörtu landsmanna með sinni einlægu og fallegu framkomu og ómótstæðilegu kræsingum er komin með nýja uppskrift. Hún býður upp á gullfallegar pavlovur með bláberjum- og lakkrís með haustlegu yfirbragði en innblásturinn fyrir uppskriftina fékk hún þegar hugurinn leitaði heim. En Elenora býr í Lundúnum og segist oft finna fyrir heimþrá.

Elenora Rós Georgsdóttir unga bakarastúlkan knáa sem hefur unnið hug og hjörtu landsmanna með sinni einlægu og fallegu framkomu og ómótstæðilegu kræsingum er komin með nýja uppskrift. Hún býður upp á gullfallegar pavlovur með bláberjum- og lakkrís með haustlegu yfirbragði en innblásturinn fyrir uppskriftina fékk hún þegar hugurinn leitaði heim. En Elenora býr í Lundúnum og segist oft finna fyrir heimþrá.

Skemmtilegast við haustin að tína bláber

„Hugmyndina af þessum pavlovum fékk ég eftir heimþrá. Ég er búin að sakna Íslands gríðarlega og um daginn fékk ég upp í hugann minningu þar sem ég var að tína bláber með ömmu og mömmu sem við gerðum árlega þegar ég var barn. Það var eitt skemmtilegasta við haustið en haustið er einmitt uppáhaldsárstíðin mín. Ég var líka lengi vel á samning hjá Brauð & Co þar sem uppáhaldssnúðurinn minn var lakkrís-g g bláberjasnúðurinn svo það er vel hægt að segja að innblásturinn kom alls staðar að. Þær eru fullkomnar sem eftirréttur þetta haustið, í góða veislu eða jafnvel í næsta saumaklúbb. Sætu bláberin á móti lakkrísnum fá bragðlaukana til að dansa saman og þetta kombó er eitt mitt alltaf uppáhalds.“

Elenora deildi með fylgjendum sínum þessu dásamlegu myndbandi á Instagramsíðu sinni sem vert er að horfa á fyrir baksturinn.

View this post on Instagram

A post shared by Elenora Rós (@bakaranora)

Marensinn er vel útskýrður og virkilega auðveldur en fólk miklar það oft fyrir sér að útbúa marens en með góðri uppskrift er það ekkert mál og þessi skot heppnast i hvert einasta skipti,“ segir Elenora með bros á vör.

Dýrðlegar þessar fallegu pavlovur.
Dýrðlegar þessar fallegu pavlovur. Ljósmynd/Elenora Rós

Haustlegar bláberja- og lakkríspavlovur

Pavlovur

  • 4 eggjahvítur
  • 30 g sykur
  • 1 tsk. hvítvínsedik
  • 6 g kartöflumjöl

Aðferð:

  1. Forhitið ofninn í 130°C blástur. 
  2. Byrjið á að léttþeyta eggjahvíturnar á miðlungs hraða, þetta ætti að taka um það bil 5-10 mínútur.
  3. Þegar þær eru farnar að freyða aðeins er sykrinum bætt varlega saman við, ein matskeið í einu þar til allur sykurinn er komin saman við.
  4. Þeytið áfram í 15-20 mínútur þar til þið eruð komin með hinn fullkomna stífþeytta marens. 
  5. Takið teskeið af marensinum og blandið saman við edikið og kartöflumjölið. Bætið svo þessari blöndu saman við marengsinn og þeytið í um það bil mínútu til viðbótar á hæstu hraðastillingunni.
  6. Mótið litlar pavlovur á bökunarpappírsklæddri plötu annað hvort með skeið eða sprautupoka. 
  7. Bakið pavlovurnar í 20-25 mínútur.

Bláberjasósa

  • 120 g bláber 
  • 40 ml vatn
  • 170 g hlynsíróp
  • Safi úr einni sítrónu 

Aðferð:

  1. Setjið bláber, sítrónusafa, vatn og síróp saman í pott og leyfið blöndunni að koma upp að suðu.
  2. Þegar blandan er farin að sjóða lækkið þá hitann og leyfið blöndunni að sjóða í um það bil 15 mínútur. Passið að hræra reglulega í blöndunni.
  3. Setjið blönduna í skál og inn í ísskáp svo blandan kólni vel og nái að þykkna fyrir notkun.


Rjómi með sterkum djúpu kurli

  • 250 ml rjómi
  • 1 poki Freyju sterk djúpur kurl

Aðferð:

  1. Léttþeytið rjómann og blandið svo sterk djúpur kurlinu varlega saman við með sleif.

Samsetning:

  1. Takið rjómann og setjið í rjómasprautu og sprautið honum jafnt og fallega á pavlovlurnar. Búið til litla holu í miðjum rjómanum með teskeið til að gera pláss fyrir bláberjsósuna.
  2. Takið síðan bláberjasósuna og setjið varlega yfir rjómann, um það bil 1-2 teskeið ætti að vera nóg.
  3. Að lokum má skreyta með ferskum bláberjum að vild, ekki vera að vera með ný íslensk aðalbláber til að njóta ofan á þessa dýrð.
mbl.is