Íslenskir karlmenn eru sko alvöru fjölskyldumenn. Þeir sýna væntumþykju í verki, taka ómældan þátt í uppeldi barna sinna og eru sömuleiðis frábærir, farsælir og fjallmyndarlegir.
Íslenskir karlmenn eru sko alvöru fjölskyldumenn. Þeir sýna væntumþykju í verki, taka ómældan þátt í uppeldi barna sinna og eru sömuleiðis frábærir, farsælir og fjallmyndarlegir.
Íslenskir karlmenn eru sko alvöru fjölskyldumenn. Þeir sýna væntumþykju í verki, taka ómældan þátt í uppeldi barna sinna og eru sömuleiðis frábærir, farsælir og fjallmyndarlegir.
Smartland tók saman lista yfir heitustu feður landsins!
Leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson á þrjú börn, tvær dætur og son, með eiginkonu sinni Hrafntinnu Karlsdóttur lögfræðingi. Hann er einn af okkar hæfileikaríkustu og öflugustu leikurum enda hefur hann ítrekað slegið í gegn á sviði og á skjánum. Óhætt er að segja að leikarinn sé með mörg járn í eldinum, en á síðasta ári gaf hann úr barnabókina Sokkalabbarnir ásamt Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur.
Leikarinn Arnmundur Ernst B. Björnsson á tvo unga syni með sambýliskonu sinni, Ellen Margréti Bæhrenz dansara og leikkonu. Arnmundur fékk leik- og sönghæfileikana í vöggugjöf en móðir hans er Edda Heiðrún Backman heitin.
Tónlistarmaðurinn Arnar Freyr Frostason, annar helmingur dúettsins Úlfur Úlfur, á tvö börn, dóttur og son, ásamt eiginkonu sinni Sölku Sól Eyfeld Hjálmarsdóttur tónlistarkonu. Arnar, eða Arnar Úlfur eins og hann er jafnan kallaður, hefur vakið mikla athygli fyrir tónlist sína í gegnum árin.
Leikarinn Valur Freyr Einarsson hefur lengi þótt með fallegustu karlmönnum á Íslandi. Hann er mikill fjölskyldumaður, enda fjögurra barna faðir og afi. Valur Freyr er kvæntur Ilmi Stefánsdóttur leikmyndahönnuði. Hjónin hafa verið saman frá því að þau voru 21 árs gömul.
Bjarki Már Elísson, einn færasti handknattleiksmaður landins, er algjör stelpupabbi. Hann á tvær ungar dætur með eiginkonu sinni, Unni Ósk Steinþórsdóttur. Bjarki Már er búsettur í Veszprém í Ungverjalandi og varð fyrr á árinu ungverskur meistari í handknattleik þegar lið hans sigraði Pick Szeged á útivelli í öðrum úrslitaleik liðanna.
Tónlistarmaðurinn Logi Pedro Stefánsson er tveggja barna faðir. Hann eignaðist son með sambýliskona sinni, Hallveigu Hafstað Haraldsdóttur, í ágúst 2021. Drengurinn er fyrsta barn þeirra saman en fyrir á tónlistarmaðurinn soninn Bjart. Logi hefur komið víða við í tónlistarheiminum síðustu ár og var meðal annars liðsmaður í hljómsveitinni Retro Stefson. Auk þess hefur hann unnið með tónlistarfólki á borð við Emmsjé Gauta, Loah og liðsmönnum GusGus.
Rithöfundurinn Pedro Gunnlaugur á einn son úr fyrra sambandi. Pedro hefur vakið fádæma athygli fyrir skrif sín en bókin Lungu þótti meistaraverk og hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2022.
Píanósnillingurinn Víkingur Heiðar á tvo stráka. Víkingur er mikill smekkmaður sem þekktur er fyrir klassískan klæðaburð. Hann er kvæntur Höllu Oddnýju Magnúsdóttur sem einnig er þekkt úr menningarlífinu og bera þau viðurnefnið „ofurpar“ með sóma. Með tvo unga stráka má draga þá ályktun að líf og fjör ríki á þessu mikla tónlistarheimili.
Sverrir Norland er rithöfundur og tveggja barna faðir. Honum er mjög annt um allt sem viðkemur velferð barna og beitt sér að því hvernig efla má læsi barna. Hann hefur meðal annars gefið út flottar barnabækur á vegum eigins forlags, Am bókaforlags. Hann er kvæntur hinni frönsku þokkadís Cerise Fontaine sem einnig hefur unnið með honum að útgáfumálum.
Ragnari Helga er margt til lista lagt. Hann er myndlistarmaður og skáld og hannar auk þess allar heitustu bókakápurnar á íslenska markaðnum. Þá hefur hann oftar en einu sinni verið tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Hann er einnig virkur í íslensku tónlistarsenunni en hann er í hljómsveitinni Geirfuglunum. Hann á þrjú börn.