Uppbyggingin í Garðabæ er kröftug

Húsnæðismarkaðurinn | 1. september 2024

Uppbyggingin í Garðabæ er kröftug

„Við erum betur sett en flest önnur sveitarfélög hér á höfuðborgarsvæðinu með landrými. Því höfum við getað úthlutað fjölda lóða á síðustu misserum og uppbyggingin hér er kröftug,“ segir Almar Guðmundsson bæjarstjóri í Garðabæ. Í dag eru rúmlega 500 byggingarhæfar lóðir í bæjarfélaginu og meira er í undirbúningi. Dágóður hluti þessa er sérbýlislóðir.

Uppbyggingin í Garðabæ er kröftug

Húsnæðismarkaðurinn | 1. september 2024

Nærri lætur að uppbyggingu íbúða í Urriðaholti í Garðabæ sé …
Nærri lætur að uppbyggingu íbúða í Urriðaholti í Garðabæ sé nú lokið. mbl.is/Sigurður Bogi

„Við erum betur sett en flest önnur sveitarfélög hér á höfuðborgarsvæðinu með landrými. Því höfum við getað úthlutað fjölda lóða á síðustu misserum og uppbyggingin hér er kröftug,“ segir Almar Guðmundsson bæjarstjóri í Garðabæ. Í dag eru rúmlega 500 byggingarhæfar lóðir í bæjarfélaginu og meira er í undirbúningi. Dágóður hluti þessa er sérbýlislóðir.

„Við erum betur sett en flest önnur sveitarfélög hér á höfuðborgarsvæðinu með landrými. Því höfum við getað úthlutað fjölda lóða á síðustu misserum og uppbyggingin hér er kröftug,“ segir Almar Guðmundsson bæjarstjóri í Garðabæ. Í dag eru rúmlega 500 byggingarhæfar lóðir í bæjarfélaginu og meira er í undirbúningi. Dágóður hluti þessa er sérbýlislóðir.

Nærri lætur að uppbyggingu íbúða í Urriðaholti í Garðabæ sé nú lokið. Íbúar þar eru nú um 4.000 en verða tæplega 5.000. Búsetuformin eru fjölbreytt. Norðanvert í holtinu eru nokkur fjölbýlishús enn á byggingarstigi, en flest annað er tilbúið.

„Samsetningin í Urriðaholti er þannig að þarna er ungt barnafólk mjög áberandi. Þarna eru í dag starfræktir þrír leikskólar og einnig er leikskóladeild við Urriðaholtsskóla; grunnskóla þar sem þriðji áfangi er nú í byggingu,“ útskýrir Almar.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í gær, laugardag.

mbl.is