Hvenær er besti tíminn til að ferðast til Ástralíu?

Ferðaráð | 2. september 2024

Hvenær er besti tíminn til að ferðast til Ástralíu?

Marga dreymir um að ferðast hinum megin á hnöttinn og heimsækja Ástralíu. En hvenær er besti tíminn til að ferðast til Ástralíu?

Hvenær er besti tíminn til að ferðast til Ástralíu?

Ferðaráð | 2. september 2024

Dreymir þig um að heimsækja Ástralíu?
Dreymir þig um að heimsækja Ástralíu? Samsett mynd

Marga dreymir um að ferðast hinum megin á hnöttinn og heimsækja Ástralíu. En hvenær er besti tíminn til að ferðast til Ástralíu?

Marga dreymir um að ferðast hinum megin á hnöttinn og heimsækja Ástralíu. En hvenær er besti tíminn til að ferðast til Ástralíu?

Í Ástralíu er árstíðum öfugt farið miðað við hér á norðurhveli jarðar. Það þýðir að þegar það er vetur hér á Íslandi þá er sumar í Ástralíu og öfugt. Árstíðirnar eru þó heldur frábrugðnar því sem við þekkjum hér á landi, enda heldur hlýrra loftslag í Eyjaálfu.

Hver árstíð í Ástralíu býr yfir sínum einstöku töfrum og sjarma, en fer þó eftir því hvar þú ert á landinu og hvenær. Sumarið getur annaðhvort innihaldið notalega sólardaga, sjóðandi eyðimerkurhita eða tímabil með miklum raka og tíðri rigningu. Á sama hátt getur þú bæði verið í sól og snjókomu yfir veturinn, allt eftir staðsetningu og vali.

Það er því ekki endilega einn tími sem er betri en annar í Ástralíu, en hvaða tími er bestur fyrir þig fer algjörlega eftir því hvað þú ætlar að gera í Ástralíu. 

Hver árstíð hefur sína töfra í Ástralíu.
Hver árstíð hefur sína töfra í Ástralíu. Ljósmynd/Unsplash/Leio McLaren

Ástralska sumarið

Tímabilið frá desember og fram í febrúar er besti tíminn fyrir þá sem vilja fá strandarstemninguna beint í æð. Þá eru dagarnir heitastir og lengstir, en þá nær ferðaþjónustan líka hátindi og því getur gisting og annað orðið dýrara á þessu tímabili.

Á þessum tíma er mikil rigning í norðurhluta landsins og því er mælt með því að fara frekar suður þar sem hinir ýmsu íþróttaviðburðir og hátíðir eru.

Á sumrin er meðalhitastigið í Ástralíu allt frá 16°C og …
Á sumrin er meðalhitastigið í Ástralíu allt frá 16°C og upp í 29°C, en það fer eftir staðsetningu. Ljósmynd/Pexels/Jess Loiterton

Mildara vor og haust

Á vorin og haustin, eða frá mars til maí og frá september til nóvember, er tilvalið að heimsækja Ástralíu ef þig langar í útivistar- eða borgarferð. Þá er hitastigið mildara þó svo það geti rignt meira.

Það eru ýmsar spennandi gönguleiðir í Ástralíu sem eru miklu viðráðanlegri á þessum árstíma heldur en á sumrin. 

Haustin og vorin eru mildari í Ástralíu og þá er …
Haustin og vorin eru mildari í Ástralíu og þá er tilvalið að stunda útivist. Ljósmynd/Unsplash/Erico Marcelino

Ástralski veturinn

Vetrarmánuðirnir í Ástralíu eru frá júní og fram í ágúst, en það er yfirleitt ódýrasta tímabilið til að ferðast um Ástralíu þar sem það eru færri ferðamenn og því betri tilboð á bæði flugi og gistingu. 

Ástralía fer þó ekki í dvala á veturna og frá maí fram í september eru ótal vetrarhátíðir, allt frá ljúffengum matarhátíðum yfir í spennandi tónlistarhátíðir. Frá maí og fram í nóvember eru líka mestar líkur á að koma auga á hvali í hvalaskoðun. Á strandlengju Suður-Ástralíu, í Tasmaníu og Viktoríu, er best að sjá suðurhvali á meðan hnúfubakar og stöku háhyrningar sjást frekar meðfram austur- og vesturströndinni. 

Veturnir geta sums staðar orðið kaldir í Ástralíu.
Veturnir geta sums staðar orðið kaldir í Ástralíu. Ljósmynd/Unsplash/Agustin Gunawan
mbl.is