Bandaríski stórleikarinn og Íslandsvinurinn Brad Pitt mætti ásamt kærustu sinni, skartgripahönnuðinum Ines de Ramon, á heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Wolfs í Feneyjum á sunnudag. Þetta er í fyrsta sinn sem parið gengur hönd í hönd niður rauða dregilinn.
Bandaríski stórleikarinn og Íslandsvinurinn Brad Pitt mætti ásamt kærustu sinni, skartgripahönnuðinum Ines de Ramon, á heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Wolfs í Feneyjum á sunnudag. Þetta er í fyrsta sinn sem parið gengur hönd í hönd niður rauða dregilinn.
Bandaríski stórleikarinn og Íslandsvinurinn Brad Pitt mætti ásamt kærustu sinni, skartgripahönnuðinum Ines de Ramon, á heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Wolfs í Feneyjum á sunnudag. Þetta er í fyrsta sinn sem parið gengur hönd í hönd niður rauða dregilinn.
Pitt, 60 ára, og de Ramon, 34 ára, litu út fyrir að vera yfir sig ástfangin og tóku vart augun hvort af öðru allt kvöldið. Parið er sagt hafa byrjað að stinga nefjum saman síðla árs 2022 en hefur reynt allt til að halda sambandi sínu frá vökulum augum fjölmiðla.
Mótleikari Pitt, George Clooney, var einnig viðstaddur frumsýninguna ásamt eiginkonu sinni, lögfræðingnum Amal Clooney. Pörin stilltu sér upp saman fyrir myndatöku og voru afar glæsileg til fara.
Pitt flaug rakleiðis frá Íslandi yfir til Ítalíu. Hann heimsótti klakann síðla ágústmánaðar og ferðaðist um landið á mótorhjóli ásamt félögum sínum. Pitt stoppaði meðal annars í Dalakofanum í Laugum og gæddi sér á gómsætum hamborgara.