„Þeir eru til taks ef til þess kæmi“

Varnarmál Íslands | 2. september 2024

„Þeir eru til taks ef til þess kæmi“

Það sem er æft í heræfingunni Norður-Víkingur gæti vel nýst við íslenskar aðstæður. Sem dæmi var læknateymi Bandaríkjahers búið að setja upp aðstöðu til að taka móti allt að 25 sjúklingum þegar ísfarg hrundi í íshelli á Breiðamerkurjökli fyrir rúmlega viku.

„Þeir eru til taks ef til þess kæmi“

Varnarmál Íslands | 2. september 2024

Megintilgangur Norður-Víkings er að æfa varnir mikilvægra mannvirkja, varnir sjóleiða …
Megintilgangur Norður-Víkings er að æfa varnir mikilvægra mannvirkja, varnir sjóleiða umhverfis Ísland, leit og björgun, gistiríkjastuðning og samhæfingu stofnana sem að verkefninu koma hér á landi. mbl.is/Karítas Sveina Guðjónsdóttir

Það sem er æft í heræfingunni Norður-Víkingur gæti vel nýst við íslenskar aðstæður. Sem dæmi var læknateymi Bandaríkjahers búið að setja upp aðstöðu til að taka móti allt að 25 sjúklingum þegar ísfarg hrundi í íshelli á Breiðamerkurjökli fyrir rúmlega viku.

Það sem er æft í heræfingunni Norður-Víkingur gæti vel nýst við íslenskar aðstæður. Sem dæmi var læknateymi Bandaríkjahers búið að setja upp aðstöðu til að taka móti allt að 25 sjúklingum þegar ísfarg hrundi í íshelli á Breiðamerkurjökli fyrir rúmlega viku.

Á varnarsvæðinu geta erlendir herir eins og Bandaríkjaher komið upp sjúkraaðstöðu til að hlúa að sjúklingum ef stórt hópslys yrði, með þeim afleiðingum að of mikið álag yrði á íslenska heilbrigðiskerfinu. 

Þetta segir Marvin Ingólfsson, aðstoðarframkvæmdastjóri varnarmálasviðs Landhelgisgæslunnar, í samtali við mbl.is.

Í dag var æfing þar sem 15 manns léku sjúklinga sem höfðu hlotið áverka vegna eldgoss og var komið upp aðstöðu á varnarsvæðinu til þess að taka á móti þeim.

Heilbrigðisstarfsmenn frá HSS og LSH tóku þátt í æfingunni ásamt …
Heilbrigðisstarfsmenn frá HSS og LSH tóku þátt í æfingunni ásamt heilbrigðisstarfsmönnum á vegum Bandaríkjahers. mbl.is/Karítas Sveina Guðjónsdóttir

Erlendir herir hjálpað að undanförnu

Þeir herir sem hafa verið hér að undanförnu hafa hjálpað til við ýmsar aðstæður. Marvin nefnir sem dæmi að þegar slys varð í íshelli á Breiðamerkurjökli þá hafi Bandaríkjaher komið upp aðstöðu á varnarsvæðinu til að hlúa að allt að 25 manns.

„Það gerist svo hérna á sunnudaginn þegar þetta hörmulega slys átti sér stað fyrir austan að þeir buðu fram aðstoð sína, sem var að hluta til þegin. Það var til að mynda notast við þyrlu frá dönsku varðskipi til að flytja mannskap og búnað og austur. Það var þyrla til taks á frönsku herskipi í Reykjavíkurhöfn, það var Dornier-vél sem var klár til þess að flytja mannskap og búnað austur ef til þess kæmi,“ segir Marvin og bætir við:

Svo var læknateymið hérna búið að setja upp aðstöðu með búnað og mannskap til að taka á móti 25 manns ef til þess kæmi, sem þurfti sem betur fer ekki. Núna voru sprengjusérfræðingar á vegum sjóhers sem voru að aðstoða sprengjusveit Landhelgisgæslunnar við að hreinsa veg inn á sprengjusvæðið gamla síðan í seinni heimsstyrjöldinni, sem hraunflæði er búið að vera fara í áttina að og yfir að hluta til,“ segir hann.

Leikararnir voru fluttir inn á sjúkrabörum.
Leikararnir voru fluttir inn á sjúkrabörum. mbl.is/Karítas Sveina Guðjónsdóttir

Öflugur mannskapur

Fjöldi sjálfboðaliða hefur komið að æfingunni og þá sérstaklega frá Landsbjörg. Á því var engin undantekning í dag og voru sjálfboðaliðar sem léku sjúklinga margir hverjir frá Landsbjörg.

„Sá mannskapur og búnaður sem er á varnaræfingunni er mjög öflugur, með öflugar einingar og sérfræðinga sem eru vel þjálfaðir,“ segir Marvin.

Hann segir varnarmál vera gríðarlega mikilvæg og að Ísland hafi notið góðs af æfingunni.  Norður-Vík­ing­ur hófst í síðustu viku og lýk­ur á morg­un.

Æfing­in er hald­in á grund­velli tví­hliða varn­ar­samn­ings Íslands og Banda­ríkj­anna frá 1951 og fer að jafnaði fram á tveggja ára fresti.

Við upphaf æfingarinnar var farið yfir það hversu marg­ir sjúk­ling­ar …
Við upphaf æfingarinnar var farið yfir það hversu marg­ir sjúk­ling­ar væru á leiðinni og hversu al­var­leg­ir áverk­ar væru. mbl.is/Karítas Sveina Guðjónsdóttir

Álagið gæti orðið of mikið

Eins og fyrr segir var sett upp aðstaða til að bregðast við hópslysi og Marvin nefnir að það geti vel gerst að álagið yrði of mikið fyrir íslenska heilbrigðiskerfið ef um stórt hópslys væri að ræða.

„Þeir eru til taks ef til þess kæmi,“ segir hann.

Hann segir að æfing sem þessi reyni mikið á samhæfingu og samstarf íslenskra stofnana sem koma að málaflokknum.

„Þá er ég sérstaklega að tala um Landhelgisgæslu Íslands, Ríkislögreglustjóra, almannavarnir, varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins og fleiri aðila,“ segir hann.

Marvin Ingólfsson, aðstoðarframkvæmdarstjóri varnarmálasviðs Landhelgisgæslunnar.
Marvin Ingólfsson, aðstoðarframkvæmdarstjóri varnarmálasviðs Landhelgisgæslunnar. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is