Ástæður þess að hann mætti með hníf í skólann

Ástæður þess að hann mætti með hníf í skólann

Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður Íslands í handknattleik og leikmaður Vals, ritaði harðorðan pistil á Facebook-síðu sinni í gær vegna umræðu um hnífaburð ungmenna hér á landi.

Ástæður þess að hann mætti með hníf í skólann

Hnífstunguárás á Menningarnótt | 3. september 2024

Björgvin Páll Gústavsson með tveimur af fjórum börnum sínum.
Björgvin Páll Gústavsson með tveimur af fjórum börnum sínum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður Íslands í handknattleik og leikmaður Vals, ritaði harðorðan pistil á Facebook-síðu sinni í gær vegna umræðu um hnífaburð ungmenna hér á landi.

Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður Íslands í handknattleik og leikmaður Vals, ritaði harðorðan pistil á Facebook-síðu sinni í gær vegna umræðu um hnífaburð ungmenna hér á landi.

17 ára stúlka lést eftir hnífstunguárás á Menningarnótt og er Björgvin Páll einn þeirra sem hefur tjáð sig um atvikið.

Björgvin Páll, sem er 39 ára gamall, var 8 ára gamall þegar hann tók hníf með sér í skólann en hann greindi fyrst frá því í ævisögu sinni og síðar í barnabókinni „Barn verður forseti“ sem hann gaf út á árið 2022.

Ófeiminn að segja sína sögu

„Ég hef verið ófeiminn við að segja mína sögu í von um að hjálpa öðrum 8 ára mér einhversstaðar þarna úti. Ég var 8 ára strákurinn sem tók með mér hníf í skólann og var lagður inná barna- og unglingageðdeild. Hlutirnir voru alveg svona einu sinni. Vopnaburður ungs fólks hefur alltaf verið til staðar,“ segir Björgvin í færslu sinni á Facebook.

„Kveikjan að þeirri fáránlegu hugmynd sem ég fékk 8 ára gamall var líklega sprottin þaðan að allir og ömmur þeirra gengu um með svokallaða butterfly hnífa. Ég tók minn saklausa eldhúshníf með mér í skólann því að ég var hræddur, vissi ekki við hvað, eiginlega bara allt, einelti, eldri strákana og fannst ég gjörsamlega varnarlaus. Það var bara engin að hlusta á mig. Enn þann dag í dag er engin að HLUSTA! Það heyra allir en það er engin að fokking hlusta! Það er enginn að hlusta á börnin okkar.

Það má vera að heimur versnandi fer en við erum bara lítil eyja með 400 þús íbúa og við getum passað uppá börnin okkar. Við getum sem samfélag tekið ábyrgð á okkar nær umhverfi. Við getum komið í veg fyrir að samfélagið hafni ákveðnum börnum. Nú vilja allir prófessorar landsins auka pressuna á börnunum okkar í skólum og mögulega stéttaskipta þeim enn frekar. En hvernig líður börnunum okkar í skólanum? Hvar er mælistikan yfir það? Er hún til? Hvað segir sú stika?“

Fallast hendur í umræðunni

Landsliðsmarkvörðurinn segir að stuðningur við börnin okkar sé það sem skipti mestu máli. 

„Það geta allir deilt einhverju á samfélagsmiðlunum en hversu margir eru í alvörunni til í að leggja sitt af mörkum til þess að búa í betra samfélagi? Einhver góður maður sagði “Productivity does not start with teamwork“.

Breytingar verða þegar sterkir einstaklingar stíga inn í umhverfi og láta hlutina gerast. Stjórnmálin eru auðvitað besti vettvangur þess að fá hlutina til þess að rúlla hraðar og var það einmitt þess vegna sem mig langaði alltaf í pólitík. En ég hef misst af stóru leiti trú á því að hlutirnir hreyfist nægilega hratt eða hreinlega í rétta átt á þeim vettvangi.

Í allri þessari umræðu fallast manni hendur og maður veit ekki hvar maður á að byrja. En getum við ekki byrjað á því að elska öll börnin okkar? Getum við ekki byrjað á því að veita þeim þann stuðning sem þau þurfa?“ segir Björgvin Páll meðal annars en færslu hans má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.

 

mbl.is