Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að stunguárásir að undanförnu og aukinn vopnaburður ungmenna veki óhug hjá þjóðinni allri.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að stunguárásir að undanförnu og aukinn vopnaburður ungmenna veki óhug hjá þjóðinni allri.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að stunguárásir að undanförnu og aukinn vopnaburður ungmenna veki óhug hjá þjóðinni allri.
„Þessir atburðir vekja óhug meðal þjóðarinnar allrar og við viljum nýta þá miklu vinnu sem þegar er unnin í Stjórnarráðinu til þess að forgangsraða með skýrum hætti mikilvægustu aðgerðunum í ljósi stöðunnar.
Á næstu dögum verður unnin vinna á milli ráðuneytanna til þess að koma með skýr viðbrögð út af ástandinu sem við öll erum að upplifa og við erum að vonast til þess að geta kynnt það í næstu viku,“ segir Bjarni í samtali við mbl.is að ríkisstjórnarfundi loknum.
Mikið hefur verið fjallað um ofbeldi barna og ungmenna að undanförnu og þá hefur ríkt mikil sorg í þjóðfélaginu eftir að 17 ára stúlka lést í kjölfar þess að hafa verið stungin á Menningarnótt.
Bjarni segir aðspurður að því miður komi þessi fjöldi ofbeldisverka að undanförnu honum ekki of á óvart í ljósi skýrslu embættis ríkislögreglustjóra fyrr í sumar um ofbeldi barna.
Þar kom einmitt fram að meiriháttar eða stórfelldar líkamsárásir með barna hafi aldrei verið fleiri.
„Sömuleiðis er aðgerðaáætlun mennta- og barnamálaráðherra og dómsmálaráðherra ekki sprottinn upp úr tómarúmi,“ segir Bjarni og vísar í aðgerðir stjórnvalda gegn ofbeldi meðal barna sem kynntar voru undir lok júní.
„Hins vegar er maður auðvitað alveg sleginn og vonsvikinn að sjá ítrekaða atburði og tala nú ekki um þegar að mannslíf eru undir og börn eru farin að tapa lífi vegna stunguárása. Þá er maður einfaldlega miður sín,“ segir Bjarni.
Bjarni kallaði saman ráðherrafund að loknum ríkisstjórnarfundi með barna- og fjölskyldustofu, ríkislögreglustjóra, lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu og öllum ráðuneytunum sem eiga í hlut.
Hann segir að farið hafi verið yfir tillögur til aðgerða og verður unnið úr þeim á næstu dögum, að hans sögn.