Íbúar á höfuðborgarsvæðinu verða jákvæðari gagnvart ferðamönnum þegar þeim fækkar. Ánægja með fjölda ferðamanna jókst í þegar covid-faraldurinn gekk yfir og náði ánægjan hámarki árið 2022 þegar 85 prósent íbúa höfuðborgarsvæðisins sögðust ánægð með fjölda ferðamanna í sinni heimabyggð. Nú, tveimur árum síðar, segjast 66 prósent íbúa jákvæð gagnvart fjölda ferðamanna á höfuðborgarsvæðinu.
Íbúar á höfuðborgarsvæðinu verða jákvæðari gagnvart ferðamönnum þegar þeim fækkar. Ánægja með fjölda ferðamanna jókst í þegar covid-faraldurinn gekk yfir og náði ánægjan hámarki árið 2022 þegar 85 prósent íbúa höfuðborgarsvæðisins sögðust ánægð með fjölda ferðamanna í sinni heimabyggð. Nú, tveimur árum síðar, segjast 66 prósent íbúa jákvæð gagnvart fjölda ferðamanna á höfuðborgarsvæðinu.
Íbúar á höfuðborgarsvæðinu verða jákvæðari gagnvart ferðamönnum þegar þeim fækkar. Ánægja með fjölda ferðamanna jókst í þegar covid-faraldurinn gekk yfir og náði ánægjan hámarki árið 2022 þegar 85 prósent íbúa höfuðborgarsvæðisins sögðust ánægð með fjölda ferðamanna í sinni heimabyggð. Nú, tveimur árum síðar, segjast 66 prósent íbúa jákvæð gagnvart fjölda ferðamanna á höfuðborgarsvæðinu.
Svipað gerðist þegar ferðamönnum fjölgaði hratt á árunum 2017 og 2017, þá minnkaði ánægja í garð ferðamanna. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum nýrrar könnunar Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins.
Jákvætt viðhorf gagnvart ferðamönnum er einnig árstíðabundið en yfir sumarmánuðina telja 55 prósent aðspurðra höfuðborgarbúa ferðamenn of marga í miðborg Reykjavíkur. Yfir vetrarmánuðina eru þó aðeins 25 prósent íbúa á þeirri skoðun.
Um 80 prósent íbúa telja engu að síður að ferðaþjónustan hafi haft jákvæð áhrif á framboð á þjónustu á borð við veitinga- og kaffihús. Svipaður fjöldi telur ferðamenn almennt vinalega og þægilega í samskiptum.
Sem fyrr er meirihluti aðspurðra einnig þeirrar skoðunar að ferðamennska hafi góð áhrif á efnahagslega afkomu íbúanna á svæðinu. Færri eru þó þeirrar skoðunar nú en síðustu ár.
Íbúar á Seltjarnarnesi, í Grafarholti og í miðborg Reykjavíkur eru heilt yfir jákvæðastir í garð ferðamanna og ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu.
Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, segir hlutverk markaðsstofunnar að vinna að því hvernig allt höfuðborgarsvæðisins geti þróast og mótast heildstætt sem áfangastaður.
„Mikilvægur þáttur í því er að vinna að góðri sátt um málefni ferðaþjónustunnar á höfuðborgarsvæðinu meðal íbúa, atvinnulífsins og sveitarfélaganna. Við munum nýta þessi gögn í okkar vinnu og skoða í framhaldinu með sveitarfélögunum hvort og hvernig ræða megi við íbúa um hvað sé hægt að gera betur og hvernig við getum tryggt að gestakomur hingað verði sem ánægjulegastar fyrir alla.“
Könnunin var gerð af Maskínu fyrir Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins í apríl og maí árið 2024.