Skartaði 34 þúsund króna kjól á rauða dreglinum

Fatastíllinn | 3. september 2024

Skartaði 34 þúsund króna kjól á rauða dreglinum

Það dró til tíðinda á rauða dreglinum í Feneyjum þegar stórleikarinn Brad Pitt mætti með kærustu sína upp á arminn, hina spænsku Inés de Ramón. Þau hafa verið par í nokkurn tíma en lítið sést saman á viðburðum. Hins vegar mætti hún með Pitt á forsýningu kvikmyndarinnar Wolfs á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum, þar leikur hann aðalatriði ásamt George Clooney, og vöktu þau mikla athygli. 

Skartaði 34 þúsund króna kjól á rauða dreglinum

Fatastíllinn | 3. september 2024

Parið geislaði á rauða dreglinum.
Parið geislaði á rauða dreglinum. Ljósmynd/AFP

Það dró til tíðinda á rauða dreglinum í Feneyjum þegar stórleikarinn Brad Pitt mætti með kærustu sína upp á arminn, hina spænsku Inés de Ramón. Þau hafa verið par í nokkurn tíma en lítið sést saman á viðburðum. Hins vegar mætti hún með Pitt á forsýningu kvikmyndarinnar Wolfs á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum, þar leikur hann aðalatriði ásamt George Clooney, og vöktu þau mikla athygli. 

Það dró til tíðinda á rauða dreglinum í Feneyjum þegar stórleikarinn Brad Pitt mætti með kærustu sína upp á arminn, hina spænsku Inés de Ramón. Þau hafa verið par í nokkurn tíma en lítið sést saman á viðburðum. Hins vegar mætti hún með Pitt á forsýningu kvikmyndarinnar Wolfs á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum, þar leikur hann aðalatriði ásamt George Clooney, og vöktu þau mikla athygli. 

Kjóll Inés er frá Entire Studios.
Kjóll Inés er frá Entire Studios. Ljósmynd/AFP

Talar fjögur tungumál

Ramón ólst upp í Sviss og talar ensku, spænsku, frönsku og þýsku. Hún útskrifaðist með BA-gráðu í viðskiptafræði frá háskólanum í Genf árið 2013 og hefur að mestu starfað í störfum tengdum tísku og skartgripum. Hún vinnur nú hjá ameríska skartgripamerkinu Anita Ko. 

Hún hefur haldið einkalífi sínu utan sviðsljóssins en Ramón var áður gift leikaranum Paul Wesley. Þau skildu árið 2022 og fór fljótlega að sjást með Pitt eftir skilnaðinn.

Kjóllinn sem hún klæddist á rauða dreglinum í Feneyjum vakti fljótt athygli og er nú uppseldur í mörgum verslunum víða um heim. Hann er frá Entire Studios og kostar tæpar 34.000 krónur.

Kjóll frá Entire Studios. Kostar 33 þúsund krónur í vefversluninni …
Kjóll frá Entire Studios. Kostar 33 þúsund krónur í vefversluninni MyTheresa.com.

Steldu stílnum

Fyrir þær sem vilja stela stílnum þá er kjóllinn ekki ólíkur Diana-kjólnum fræga frá ameríska fatahönnuðinum Norma Kamali. Sá kjóll hefur nánast verið eins frá því hann var hannaður á áttunda áratugnum.

Diana-kjóll frá Norma Kamali og kostar tæpar 37 þúsund krónur.
Diana-kjóll frá Norma Kamali og kostar tæpar 37 þúsund krónur.

Vinsældir hans jukust þó verulega eftir Sarah Jessica Parker klæddist honum í kvikmyndinni ...And Just Like That sem Carrie Bradshaw. Kjóllinn þykir tímalaus og einstaklega þægilegur.

Sarah Jessica Parker lék hinn fræga karakter Carrie Bradshaw bæði …
Sarah Jessica Parker lék hinn fræga karakter Carrie Bradshaw bæði í þáttunum Sex & The City og í samnefndum kvikmyndum. Þarna klæðist hún Diana-kjólnum frá Norma Kamali sem er ekkert ósvipaður og kjóllinn sem Inés klæddist.
Þessi kjóll frá Zöru kostar 5.995 kr. og er ekki …
Þessi kjóll frá Zöru kostar 5.995 kr. og er ekki ólíkur hinum kjólunum.
mbl.is