Vill selja fyrri skammtinn fyrir áramót

Vill selja fyrri skammtinn af Íslandsbankabréfum fyrir áramót

Horft er til þess að salan á helmingi hlutabréfa af þeim 43% sem ríkið á í Íslandsbanka fari fram fyrir árslok og að síðari hlutinn verði seldur á því næsta. Búið er að ganga frá samningum við flesta umsjónaraðila með sölunni sem ríkið þarf á að halda í ferlinu og málið komið á gott skrið. Þetta segir Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra.

Vill selja fyrri skammtinn af Íslandsbankabréfum fyrir áramót

Sala á hlut ríkisins í Íslandsbanka | 3. september 2024

Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra. mbl.is/Eyþór

Horft er til þess að salan á helmingi hlutabréfa af þeim 43% sem ríkið á í Íslandsbanka fari fram fyrir árslok og að síðari hlutinn verði seldur á því næsta. Búið er að ganga frá samningum við flesta umsjónaraðila með sölunni sem ríkið þarf á að halda í ferlinu og málið komið á gott skrið. Þetta segir Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra.

Horft er til þess að salan á helmingi hlutabréfa af þeim 43% sem ríkið á í Íslandsbanka fari fram fyrir árslok og að síðari hlutinn verði seldur á því næsta. Búið er að ganga frá samningum við flesta umsjónaraðila með sölunni sem ríkið þarf á að halda í ferlinu og málið komið á gott skrið. Þetta segir Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra.

Fyrir þinglok í vor samþykkti Alþingi lög um ráðstöfun á eignarhlutnum í Íslandsbanka, en það fól í sér að hlutur ríkisins yrði seldur í markaðssettu útboði eða útboðum.

„Það er enn miðað að því að selja helminginn á þessu ári, ef markaðsaðstæður leyfa og undirbúningur er kominn nægjanlega langt,“ segir Sigurður Ingi og á þar við helminginn af 43% hlut ríkisins sem ríkið heldur enn á. Hann segir ferlið komið vel af stað. „Þetta er komið á góðan damp.“

Spurður nánar um þessa tímasetningu segir hann að það yrði þó aldrei fyrr en seint í haust eða inn í veturinn. Ítrekar hann þó að það fari allt eftir markaðsaðstæðum og hvernig undirbúningur gengur. Þá sé horft til þess að síðari skammturinn verði seldur á næsta ári.

Rifjar Sigurður Ingi upp að í síðasta mánuði hafi verið samið við fjármálafyrirtækin Barclays, Citi og Kviku um að vera umsjónaraðilar í fyrirhuguðu útboði ríkisins. Hann segir það skipta gríðarlega miklu máli að hafa fengið þessi fjármálafyrirtæki til að halda utan um útboðið, en Barclays og Citi eru meðal stærstu fjárfestingabanka heims.

mbl.is