Skipuleggjendur Ljósanætur brýna fyrir foreldrum að ræða við börnin sín um hættur vopnaburðar í aðdraganda hátíðarinnar sem haldin verður um helgina í Reykjanesbæ.
Skipuleggjendur Ljósanætur brýna fyrir foreldrum að ræða við börnin sín um hættur vopnaburðar í aðdraganda hátíðarinnar sem haldin verður um helgina í Reykjanesbæ.
Skipuleggjendur Ljósanætur brýna fyrir foreldrum að ræða við börnin sín um hættur vopnaburðar í aðdraganda hátíðarinnar sem haldin verður um helgina í Reykjanesbæ.
Þetta kemur fram á vefsíðu Ljósanætur.
„Í ljósi þeirra staðreynda að aukinn vopnaburður barna og ungmenna virðist bláköld staðreynd, með skelfilegum afleiðingum, biðlum við til foreldra og forráðamanna að taka samtalið við börn sín og brýna fyrir þeim hætturnar sem fylgja vopnaburði,“ segir í tilkynningu á vefsíðunni.
Ljósanótt, fjölskyldu- og menningarhátíðin í Reykjanesbæ, er iðulega ein fjölsóttasta útihátíð landsins. Aukinn viðbúnaður verður hjá lögreglunni, barnavernd og Flotanum - flakkandi félagsmiðstöð á hátíðinni.
„Tökum höndum saman um að skemmta okkur fallega á Ljósanótt,“ segir á vefsíðunni.