„Frekar óþægilegt að horfa á þetta“

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 4. september 2024

„Frekar óþægilegt að horfa á þetta“

„Það var frekar óþægilegt að horfa á þetta en þessi maður var á stað sem hann á alls ekki að vera á ef við hugsum um öryggi hans. Auðvitað er það algjör della að ganga inn á nýrunnið hraun.“

„Frekar óþægilegt að horfa á þetta“

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 4. september 2024

Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum.
Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. mbl.is/Óttar

„Það var frek­ar óþægi­legt að horfa á þetta en þessi maður var á stað sem hann á alls ekki að vera á ef við hugs­um um ör­yggi hans. Auðvitað er það al­gjör della að ganga inn á nýrunnið hraun.“

„Það var frek­ar óþægi­legt að horfa á þetta en þessi maður var á stað sem hann á alls ekki að vera á ef við hugs­um um ör­yggi hans. Auðvitað er það al­gjör della að ganga inn á nýrunnið hraun.“

Þetta seg­ir Úlfar Lúðvíks­son, lög­reglu­stjóri á Suður­nesj­um, í sam­tali við mbl.is en franski ljós­mynd­ar­inn og leiðsögumaður­inn Kevin Pages náði mynd­bandi af ferðamanni í gær þar sem hann var hætt kom­inn við gosstöðvar­inn­ar á Reykja­nesskaga. Frá þessu var greint á mbl.is í gær.

Í mynd­band­inu sést hvernig ferðamaður­inn hef­ur farið yfir glæ­nýtt hraun, nán­ast alla leið upp að gosop­inu þar sem hann stóð og tók sjálfs­mynd­ir.

Ferðamaðurinn við gosstöðvarnar í gær.
Ferðamaður­inn við gosstöðvarn­ar í gær. Ljós­mynd/​Kevin Pages

Hætt­urn­ar leyn­ast víða

„Við höfðum eng­in af­skipti af þess­um manni svo ég viti. Hann var þarna á eig­in ábyrgð. Það er í sjálfu sér eng­um bannað að fara um svæðið en ráðlegg­ing­arn­ar eru allt aðrar. Við höf­um svo sem upp­lifað svona at­vik allt frá fyrsta gosi 2021. Það eru alltaf ein­hverj­ir sem fara ógæti­lega,“ seg­ir lög­reglu­stjór­inn á Suður­nesj­um.

Úlfar seg­ir að flest­ir haldi sér við svo­kallað bambapl­an og ná­grenni þess þar sem mesta um­ferðin hafi verið.

„Það kem­ur fram á þeim viðvör­un­ar­skilt­um sem erum við þessa staði að ekki sé óhætt að ganga að gosstöðvun­um enda leyn­ast víða hætt­ur,“ seg­ir Úlfar.

Úlfar seg­ir að vinna sé í gangi und­ir stjórn fram­kvæmda­nefnd­ar að gera Grinda­vík­ur­bæ ör­ugg­ari en síðastliðna nótt var dvalið í 39 hús­um í bæn­um.

Hætt­ur inni í bæn­um sam­kvæmt hættumat­skorti Veður­stof­unn­ar eru jarðföll ofan í sprung­ur og sprungu­hreyf­ing­ar og Grinda­vík er á svæði sam­kvæmt hættumat­skort­inu þar sem hætta er met­in tölu­verð.

Bláa lónið er hins veg­ar á svæði þar sem hætta er nokk­ur og þá vegna gasmeng­un­ar.

Hættusvæðið.
Hættu­svæðið. Kort/​Veður­stofa Íslands
mbl.is