Tónlistarhátíðinni Stíflunni, sem fara átti fram í Árbæ á laugardaginn, hefur verið frestað eins og greint var frá í gærkvöldi.
Tónlistarhátíðinni Stíflunni, sem fara átti fram í Árbæ á laugardaginn, hefur verið frestað eins og greint var frá í gærkvöldi.
Tónlistarhátíðinni Stíflunni, sem fara átti fram í Árbæ á laugardaginn, hefur verið frestað eins og greint var frá í gærkvöldi.
Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðstoðarlögreglustjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við mbl.is að hátíðinni hafi ekki verið frestað vegna tilmæla lögreglu.
„Eftir samtal lögreglu og skipuleggjenda hátíðarinnar voru málin rædd innan stjórnar fyrir þessum viðburði og í kjölfarið tók stjórnin ákvörðun um að fresta hátíðinni,“ segir Ásgeir Þór.
Hann segir ákvörðunina skynsamlega í ljósi erfiðra mála en tvær síðustu helgar hefur borið á mikilli ölvun ungmenna í kringum hátíðir.
Þá hefur aukinn vopnaburður ungmenna verið mikið í umæðunni í kjölfar stunguárásar á Menningarnótt þar sem 17 ára stúlka lét lífið af sárum sem hún hlaut eftir árás 16 ára pilts.