Þetta var vinsælasta salatið á samfélagsmiðlunum í sumar

Uppskriftir | 4. september 2024

Þetta var vinsælasta salatið á samfélagsmiðlunum í sumar

Vatnsmelónusalatið naut mikill vinsælda á samfélagsmiðlunum í sumar og má með sanni segja að það hafi verið vinsælasta salatið. Berglind Hreiðars hjá Gotterí og gersemar er ein þeirra sem kolféll fyrir melónusalatinu og gerði sitt eigið og deildi með fylgjendum sínum á Instagram á dögunum. Það eru til margar útgáfur af þessu ferska og bragðgóða salati en flestir setja þó myntu og fetaost út í salatið með vatnsmelónunni sem gerir einmitt þetta góða og ferska bragð. Þó að haustið sé komið er í góðu lagi að skella í vatnsmelónusalat og leyfa sér að njóta bragðsins af sumrinu sem kannski aldrei kom hér á landi.

Þetta var vinsælasta salatið á samfélagsmiðlunum í sumar

Uppskriftir | 4. september 2024

Vatnsmelónusalatið er fersk og bragðgott og mynta gefur því skemmtilegt …
Vatnsmelónusalatið er fersk og bragðgott og mynta gefur því skemmtilegt bragð. Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Vatnsmelónusalatið naut mikill vinsælda á samfélagsmiðlunum í sumar og má með sanni segja að það hafi verið vinsælasta salatið. Berglind Hreiðars hjá Gotterí og gersemar er ein þeirra sem kolféll fyrir melónusalatinu og gerði sitt eigið og deildi með fylgjendum sínum á Instagram á dögunum. Það eru til margar útgáfur af þessu ferska og bragðgóða salati en flestir setja þó myntu og fetaost út í salatið með vatnsmelónunni sem gerir einmitt þetta góða og ferska bragð. Þó að haustið sé komið er í góðu lagi að skella í vatnsmelónusalat og leyfa sér að njóta bragðsins af sumrinu sem kannski aldrei kom hér á landi.

Vatnsmelónusalatið naut mikill vinsælda á samfélagsmiðlunum í sumar og má með sanni segja að það hafi verið vinsælasta salatið. Berglind Hreiðars hjá Gotterí og gersemar er ein þeirra sem kolféll fyrir melónusalatinu og gerði sitt eigið og deildi með fylgjendum sínum á Instagram á dögunum. Það eru til margar útgáfur af þessu ferska og bragðgóða salati en flestir setja þó myntu og fetaost út í salatið með vatnsmelónunni sem gerir einmitt þetta góða og ferska bragð. Þó að haustið sé komið er í góðu lagi að skella í vatnsmelónusalat og leyfa sér að njóta bragðsins af sumrinu sem kannski aldrei kom hér á landi.

Vatnsmelónusalat

  • ½ meðalstór vatnsmelóna
  • 2 lúkur klettasalat
  • 100 g pistasíukjarnar
  • 2 msk. mynta
  • 1 fetakubbur
  • 1 ½ msk. ólífuolía
  • 1 msk. hunang
  • 1 msk. balsamikedik

Aðferð:

  1. Skerið melónu í munnstóra bita.
  2. Saxið pistasíukjarna og myntu.
  3. Myljið fetakubbinn.
  4. Blandið klettasalati, melónubitum, myntu, pistasíum og feta saman.
  5. Hrærið ólífuolíu, hunangi og balsamikediki saman og hellið yfir salatið, njótið samstundis. 
mbl.is