Vilja opna Grindavík sem fyrst

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 4. september 2024

Vilja opna Grindavík sem fyrst

Bæjarráð Grindavíkur leggur áherslu á að bærinn verði opnaður sem fyrst fyrir almenningi og lokunarpóstar aflagðir í núverandi mynd.

Vilja opna Grindavík sem fyrst

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 4. september 2024

Bæjaryfirvöld vilja opna Grindavík.
Bæjaryfirvöld vilja opna Grindavík. mbl.is/Árni Sæberg

Bæjarráð Grindavíkur leggur áherslu á að bærinn verði opnaður sem fyrst fyrir almenningi og lokunarpóstar aflagðir í núverandi mynd.

Bæjarráð Grindavíkur leggur áherslu á að bærinn verði opnaður sem fyrst fyrir almenningi og lokunarpóstar aflagðir í núverandi mynd.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef bæjarins en lokunarpóstar við bæinn voru ræddir á fundi ráðsins í gær og tóku nokkrir gestir sæti á fundinum undir þeim dagskrálið, meðal annars fulltrúar í svokallaðri Grindavíkurnefnd.

„Bæjarráð leggur áherslu á að bærinn verði opnaður sem fyrst fyrir almenningi og lokunarpóstarnir verði aflagðir í núverandi mynd,“ segir í fundargerð bæjarráðs.

mbl.is