Öll íslenska þjóðin hrökk við þegar fréttir bárust af alvarlegri hnífaárás í miðborg Reykjavíkur við lok menningarnætur. Afleiðingar hennar voru þær að ung stúlka týndi lífi og fleiri særðust.
Öll íslenska þjóðin hrökk við þegar fréttir bárust af alvarlegri hnífaárás í miðborg Reykjavíkur við lok menningarnætur. Afleiðingar hennar voru þær að ung stúlka týndi lífi og fleiri særðust.
Öll íslenska þjóðin hrökk við þegar fréttir bárust af alvarlegri hnífaárás í miðborg Reykjavíkur við lok menningarnætur. Afleiðingar hennar voru þær að ung stúlka týndi lífi og fleiri særðust.
Í kjölfar árásarinnar og frétta af stórauknum vopnaburði barna vakna spurningar hvaða samfélagsbreytingar eru að verða hér landi.
Til þess að ræða þessi mál mæta í Spursmál á morgun þeir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar og Tryggvi Hjaltason, formaður hugverkaráðs, sem nýverið sendi frá sér skýrslu um stöðu drengja í íslensku menntakerfi.
Hvorugur þessara manna er þekktur fyrir að tala tæpitungu um þessi mál og því má búast við skoðanaskiptum sem máli skipta um þetta risavaxna mál sem snertir allar fjölskyldur á Íslandi með einum eða öðrum hætti.
Allt um þetta í Spursmálum á mbl.is kl. 14:00 á morgun.
Til þess að ræða fréttir vikunnar mæta svo alþingismennirnir Björn Leví Gunnarsson, frá Pírötum og Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn sá siglir nú krappan sjó og öll spjót standa á forystunni sem sögð er bera ábyrgð á hræðilegu mælingum í skoðanakönnunum.
Ljóst er að það stefnir í kaldan og stormasaman kosningavetur og birnirnir tveir munu skiptast á skoðunum um stöðu mála.
Sneisafullur þáttur þar sem Stefán Einar Stefánsson tekur á móti góðum gestum og knýr svara um þau mál sem fólk ræðir á kaffistofum landsins á hverjum tíma.
Í kjölfar þess að þátturinn fer í loftið verður hann aðgengilegur á Spotify, Youtube og öðrum efnisveitum. Að sjálfsögðu einnig á mbl.is.