Bergrós fimmta besta í heimi

Crossfit | 5. september 2024

Bergrós fimmta besta í heimi

Crossfitungstirnið Bergrós Björnsdóttir lauk á dögunum keppni á heimsleikunum unglinga í Crossfit sem fór fram í Michigan í Bandaríkjunum. Bergrós hafnaði í fimmta sæti í sínum aldursflokki, en hún keppti í 16-17 ára flokki kvenna. 

Bergrós fimmta besta í heimi

Crossfit | 5. september 2024

Bergrós Björnsdóttir hafnaði í fimmta sæti á heimsleikum unglinga í …
Bergrós Björnsdóttir hafnaði í fimmta sæti á heimsleikum unglinga í Crossfit. Skjáskot/Instagram

Crossfitungstirnið Bergrós Björnsdóttir lauk á dögunum keppni á heimsleikunum unglinga í Crossfit sem fór fram í Michigan í Bandaríkjunum. Bergrós hafnaði í fimmta sæti í sínum aldursflokki, en hún keppti í 16-17 ára flokki kvenna. 

Crossfitungstirnið Bergrós Björnsdóttir lauk á dögunum keppni á heimsleikunum unglinga í Crossfit sem fór fram í Michigan í Bandaríkjunum. Bergrós hafnaði í fimmta sæti í sínum aldursflokki, en hún keppti í 16-17 ára flokki kvenna. 

Á mótinu var keppt í átta greinum og sigraði Bergrós þriðju greinina sem voru ólympískar lyftingar, annars vegar snörun (e. snatch) og jafnhending (e. clean and jerk). Þar lyfti hún 435 pundum, eða 197 kílóum. 

Bergrós hafnaði í þriðja sæti í annarri og sjöttu greininni, sjöunda sæti í fjórðu greininni og áttunda sæti í sjöundu greininni.

Á undanförnum árum hefur Bergrós náð frábærum árangri, bæði í Crossfit og lyftingum, en hún hafnaði í þriðja sæti á heimsleikum unglinga í Crossfit á síðasta ári og vann silfur í -71 kg flokki kvenna á heimsmeistaramóti 17 ára og yngri í Perú fyrr á árinu.

mbl.is