Ekki hlýrra í september í 77 ár

Loftslagsvá | 5. september 2024

Ekki hlýrra í september í 77 ár

Það hefur verið mjög hlýtt í veðri í Danmörku síðustu daga og í gær fór hitinn í 30,2 gráður við flugvöllinn í Bornholm.

Ekki hlýrra í september í 77 ár

Loftslagsvá | 5. september 2024

Horft yfir Kaupmannahöfn.
Horft yfir Kaupmannahöfn. Ljósmynd/Colourbox

Það hefur verið mjög hlýtt í veðri í Danmörku síðustu daga og í gær fór hitinn í 30,2 gráður við flugvöllinn í Bornholm.

Það hefur verið mjög hlýtt í veðri í Danmörku síðustu daga og í gær fór hitinn í 30,2 gráður við flugvöllinn í Bornholm.

Ekki hefur hitinn mælst hærri í september í Danmörku í 77 ár en dagurinn í gær er sá sjötti heitasti í septembermánuði frá því veðurmælingar hófust árið 1874.

Ekkert lát er á hitabylgjunni í Danmörku en gert er ráð fyrir að hitinn verði á bilinu 25-29 stig í dag og ekki er ólíklegt að hann fari yfir 30 gráðurnar á Fjóni, Vestur-Sjálandi og á Kaupmannahafnarsvæðinu.

mbl.is