French 75 heimsfrægur kraftmikill franskur kokteill

Uppskriftir | 5. september 2024

French 75 heimsfrægur kraftmikill franskur kokteill

Hér er á ferðinni heimsfrægur kokteill sem hittir ávallt í mark, en upp­skrift­ina er að finna í bók­inni Heimabarinn eft­ir barþjónana Andra Davíð Pét­urs­son og Ivan Svan Corwasce. Í bók­inni er að finna fjöl­marga girni­lega kokteila og drykki sem eiga sér sögu og þessi er einn þeirra.

French 75 heimsfrægur kraftmikill franskur kokteill

Uppskriftir | 5. september 2024

French 75 er einstaklega fallegur í glasi.
French 75 er einstaklega fallegur í glasi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hér er á ferðinni heimsfrægur kokteill sem hittir ávallt í mark, en upp­skrift­ina er að finna í bók­inni Heimabarinn eft­ir barþjónana Andra Davíð Pét­urs­son og Ivan Svan Corwasce. Í bók­inni er að finna fjöl­marga girni­lega kokteila og drykki sem eiga sér sögu og þessi er einn þeirra.

Hér er á ferðinni heimsfrægur kokteill sem hittir ávallt í mark, en upp­skrift­ina er að finna í bók­inni Heimabarinn eft­ir barþjónana Andra Davíð Pét­urs­son og Ivan Svan Corwasce. Í bók­inni er að finna fjöl­marga girni­lega kokteila og drykki sem eiga sér sögu og þessi er einn þeirra.

Kokteillinn French 75 fékk heimsathygli árið 1930 þegar uppskrift að honum birtist í Savoy-kokteilabókinni. Nafnið French 75 kemur frá öflugri fallbyssu franska hersins sem notuð var í heimsstyrjöldinni og þykir vel við hæfi, þar sem drykkurinn er afar kraftmikill bæði í bragði og áfengismagni.

Fágaður, ferskur drykkur þar sem blandað er saman gini, sítrónu og kampavíni. Við mælum með kampavíni sem hefur þroskað ávaxtabragð og vott af hunangsbragði.

French 75

  • 25 ml gin
  • 15 ml sítrónusafi
  • 15 ml sykursíróp
  • toppað kampavín
  • klaki eftir þörfum

Skraut:

  • sítrónubörkur

Aðferð:

  1. Setjið öll hráefnin nema kampavínið og skrautið í hristarann.
  2. Fyllið hann alveg upp í topp með klaka og hristið hressilega í 10–15 sekúndur þar til hristarinn er orðinn vel kaldur.
  3. Síið þá drykkinn í gegnum sigti í freyðivínsglas, toppið upp með kampavíni, hrærið og skreytið með sítrónuberki. 
mbl.is