Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari fékk áminningu árið 2022 í kjölfar þess að dómsmálaráðuneyti Jóns Gunnarssonar sendi fyrirspurn á Sigríði J. Friðjónsdóttur ríkissaksóknara um það hvernig hún hygðist bregðast við ummælum Helga á opinberum vettvangi.
Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari fékk áminningu árið 2022 í kjölfar þess að dómsmálaráðuneyti Jóns Gunnarssonar sendi fyrirspurn á Sigríði J. Friðjónsdóttur ríkissaksóknara um það hvernig hún hygðist bregðast við ummælum Helga á opinberum vettvangi.
Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari fékk áminningu árið 2022 í kjölfar þess að dómsmálaráðuneyti Jóns Gunnarssonar sendi fyrirspurn á Sigríði J. Friðjónsdóttur ríkissaksóknara um það hvernig hún hygðist bregðast við ummælum Helga á opinberum vettvangi.
Þetta kemur fram í tilkynningu Sigríðar sem nú hefur verið birt inn á vef embættisins.
„Með bréfi, dags. 9. ágúst 2022, barst ríkissaksóknara fyrirspurn dómsmálaráðuneytisins f.h. dómsmálaráðherra um það til hvaða viðbragða ríkissaksóknari hygðist grípa vegna ummæla vararíkissaksóknara á opinberum vettvangi,“ segir Sigríður. Á þeim tíma var Jón dómsmálaráðherra.
Sigríður hefur beðið núverandi dómsmálaráðherra, Guðrúnu Hafsteinsdóttur, að leysa Helga tímabundið frá störfum.
Gerir hún það á grundvelli áminningarinnar árið 2022 og þess að dómsmálaráðuneyti Jóns mat það sem svo að ríkissaksóknari væri yfirmaður vararíkissaksóknara.
„Í bréfi ráðuneytisins var áréttað mikilvægi þess að embætti ríkissaksóknara njóti bæði virðingar og trausts almennings og að hafið sé yfir vafa að við meðferð mála hjá embættinu sé hvers kyns mismunun og hlutdrægni hafnað.
Þá kom fram að ráðuneytið teldi mikilvægt að siðareglur ákærenda væru í heiðri hafðar. Áréttað var að ríkissaksóknari er næsti yfirmaður vararíkissaksóknara og að það væri ríkissaksóknara að ákveða til hvaða viðbragða embættið gripi gagnvart honum,“ segir Sigríður.
Fram kemur í tilkynningu Sigríðar að í bréfi dómsmálaráðuneytisins árið 2022 hafi komið fram að dómsmálaráðherra beri stjórnskipulega ábyrgð á skipun vararíkissaksóknara og að endingu yrði embættismanni í þessari stöðu ekki vikið úr embætti nema með fulltingi ráðherra.
Sigríður upplýsti svo dómsmálaráðuneytið um að hún hefði sent vararíkissaksóknara tilkynningu um mögulega áminningu sem endaði svo með formlegri áminningu að höfðu samráði við Jón Gunnarsson.
„Í áminningarbréfinu var vísað til þess að umfjöllun vararíkissaksóknara væri til þess fallin að draga úr trausti, til vararíkissaksóknara, embættis ríkissaksóknara og ákæruvaldsins, en umfjöllunin beindist m.a. að brotaþolum í kynferðisbrotamálum, hælisleitendum og samkynhneigðum karlmönnum,“ segir í tilkynningu Sigríðar.