Katla Hreiðarsdóttir, fatahönnuður og eigandi verslunarinnar Systur og makar, á von á sínu þriðja barni með eiginmanni sínum Hauki Unnari Þorkelssyni á komandi vikum. Í tilefni þess að það styttist óðum í litla krílið fóru hjónin í skemmtilega og heldur óhefðbundna óléttumyndatöku.
Katla Hreiðarsdóttir, fatahönnuður og eigandi verslunarinnar Systur og makar, á von á sínu þriðja barni með eiginmanni sínum Hauki Unnari Þorkelssyni á komandi vikum. Í tilefni þess að það styttist óðum í litla krílið fóru hjónin í skemmtilega og heldur óhefðbundna óléttumyndatöku.
Katla Hreiðarsdóttir, fatahönnuður og eigandi verslunarinnar Systur og makar, á von á sínu þriðja barni með eiginmanni sínum Hauki Unnari Þorkelssyni á komandi vikum. Í tilefni þess að það styttist óðum í litla krílið fóru hjónin í skemmtilega og heldur óhefðbundna óléttumyndatöku.
Katla og Haukur eru miklir aðdáendur bandarísku raunveruleikaseríunnar Survivor og skelltu þau því í þemamyndatöku í anda þáttanna.
María Krista Hreiðarsdóttir, oft kölluð Krista Ketó, á heiðurinn af ljósmyndunum, en hún er systir Kötlu.
„Bumbumyndataka Döðlunnar 2024.
Eins og á síðustu meðgöngum fannst okkur tilvalið að hafa svolítið gaman að þessu og skella í óhefðbundna myndatöku...ætli við séum nokkuð hefðbundin hvort eð er.
Í þetta skiptið var þemað Survivor eftir samnefndum sjónvarpsþætti sem við elskum...en í stíl snýst ansi upptekið og krefjandi líf okkar hjóna og fjölskyldunnar þessa dagana um að Surviva...við erum SURVIVING!!
Óstjórnlega blessuð, hamingjusöm og rík sem og þreytt.. bíðum við nú spennt komu döðlunnar en settur dagur er 15. sept. og verður þessi moli þá þriðji okkar hjóna á innan við 4 árum eða 5. barn fjöllunnar í heild!
Barnalán, heimilishald og yfirhalning í bland við rekstur fyrirtækja okkar og bras heldur áfram að einkenna tíma okkar og við gætum ekki verið þakklátari! Það er ekkert sjálfsagt í þessu lífi, síst barnalán og það þekkjum við af eigin raun, en það má líka og á helst að hafa eins ofsalega gaman af því og hægt er, brosa í gegnum krefjandi stundirnar og skapa endalaust af svona bras minningum, vitleysu og gleði!
Takk fyrir enn eina tökuna elsku sys: kristaketo
Ætli þetta verði ekki síðasta bumbutakan.. nú þarf að ala flotann upp og ég held við slökkvum brátt í snarofvirkum loga pungsa.. the tribe has spoken!“ skrifaði Katla við færsluna.