„Unnið í samstarfi við barnaverndaryfirvöld“

Ofbeldishegðun ungmenna | 5. september 2024

„Unnið í samstarfi við barnaverndaryfirvöld“

Mál tveggja 16 ára pilta sem voru handteknir fyrir vopnað rán og að hafa ráðist að 15 ára gömlum dreng með hnífi og hnúajárni í Álfheimum undir lok síðasta mánaðar er enn til rannsóknar hjá lögreglu.

„Unnið í samstarfi við barnaverndaryfirvöld“

Ofbeldishegðun ungmenna | 5. september 2024

Tveir 16 ára piltar réðust að 15 ára drengi með …
Tveir 16 ára piltar réðust að 15 ára drengi með hnífi og hnúajárni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mál tveggja 16 ára pilta sem voru handteknir fyrir vopnað rán og að hafa ráðist að 15 ára gömlum dreng með hnífi og hnúajárni í Álfheimum undir lok síðasta mánaðar er enn til rannsóknar hjá lögreglu.

Mál tveggja 16 ára pilta sem voru handteknir fyrir vopnað rán og að hafa ráðist að 15 ára gömlum dreng með hnífi og hnúajárni í Álfheimum undir lok síðasta mánaðar er enn til rannsóknar hjá lögreglu.

Þetta segir Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, við mbl.is.

Piltarnir tveir komust yfir muni drengsins sem þeir réðust að og stálu frá honum vespu sem hann á. Þeir voru í samráði við barnavernd vistaðir í fangageymslu en var sleppt að lokinni yfirheyrslu.

„Þetta mál er til rannsóknar hjá okkur. Við erum með grunaða aðila sem voru handteknir og vinna er í gangi með þetta mál í samstarfi við barnaverndaryfirvöld sem voru upplýst um það. Málið fer svo bara áfram sína leið í kerfinu,“ segir Ásmundur Rúnar við mbl.is.

mbl.is