Boða til bænastundar gegn ofbeldi og ótta

Boða til bænastundar gegn ofbeldi og ótta

Ýmis trúfélög á Íslandi boða til samkirkjulegrar bænastundar í Hallgrímskirkju klukkan 17 á morgun, laugardag.

Boða til bænastundar gegn ofbeldi og ótta

Hnífstunguárás á Menningarnótt | 6. september 2024

Hallgrímskirkja verður vettvangur bænastundarinnar.
Hallgrímskirkja verður vettvangur bænastundarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ýmis trúfélög á Íslandi boða til samkirkjulegrar bænastundar í Hallgrímskirkju klukkan 17 á morgun, laugardag.

Ýmis trúfélög á Íslandi boða til samkirkjulegrar bænastundar í Hallgrímskirkju klukkan 17 á morgun, laugardag.

Grétar Halldór Gunnarsson, formaður samstarfsnefndar kristinna trúfélaga á Íslandi, segir að margir atburðir að undanförnu þar sem ofbeldi var beitt veki ótta meðal fólks og við því sé reynt að bregðast.

„Í samfélaginu hefur ýmislegt gerst sem komið hefur róti á fólk og tengist ótta og ofbeldi. Fólki þykir mikilvægt að koma saman í bænahug og við munum gera það á vegum nokkurra kristinna trúfélaga. Við ætlum að bera fram bænir okkar fyrir þessum aðstæðum sem komið hafa upp. Samfélagið þarf á því að halda að við séum þess konar fólk sem vinnur að friði og sátt þar sem sundrung er,“ segir Grétar Halldór.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

mbl.is