Drottningin var dónaleg við McKellen

Kóngafólk | 6. september 2024

Drottningin var dónaleg við McKellen

Breski leikarinn Ian McKellen rifjar upp kynni sín af drottningunni í viðtali við The Times. Þá segir hann að hann standi með Harry prins í deilum hans við konungsfjölskylduna.

Drottningin var dónaleg við McKellen

Kóngafólk | 6. september 2024

Ian McKellan hefur sterkar skoðanir á konungsfjölskyldunni bresku.
Ian McKellan hefur sterkar skoðanir á konungsfjölskyldunni bresku. skjáskot/Instagram

Breski leikarinn Ian McKellen rifjar upp kynni sín af drottningunni í viðtali við The Times. Þá segir hann að hann standi með Harry prins í deilum hans við konungsfjölskylduna.

Breski leikarinn Ian McKellen rifjar upp kynni sín af drottningunni í viðtali við The Times. Þá segir hann að hann standi með Harry prins í deilum hans við konungsfjölskylduna.

„Ég er tvímælalaust með Harry í liði,“ segir McKellen sem er 85 ára.

„Ímyndaðu þér að fæðast í konungsfjölskyldu. Ég hef að einhverju leyti lifað opinberu lífi en þetta fólk er fast í fangelsi. Þau geta ekki gert neitt sem talist gæti venjulegt. Geturðu ímyndað þér hvernig það er að þurfa að vera indæll við alla sem maður talar við?“

„Hvað drottninguna varðar þá er ég viss um að hún hafi verið orðin nett galin undir lokin. Þá sjaldan sem ég hitti hana þá var hún frekar dónaleg. Þegar ég hlaut orðu fyrir leiklist þá sagði hún við mig: „Þú hefur verið að þessu rosalega lengi.“ Þá svaraði ég: „Já, en ekki jafnlengi og þú.“ Hún brosti en bætti svo við: „Fer í rauninni einhver í leikhús lengur?“ Það þótti mér frekar dónalegt að segja þegar maður er að fá orðu fyrir leiklist. Hún var að gefa í skyn að öllum væri sama, því henni var sama,“ segir McKellen.

„Ég tek hattinn ofan fyrir þeim sem ná að halda geðheilsunni innan konungsfjölskyldunnar. Líkt og Filippus prins náði að gera. Hann var þó afar, afar sérlundaður og ég held að hann hafi verið óhamingjusamur. Sama má segja um núverandi kóng. Hann nokkurn veginn þraukar, en er klárlega brotinn. Svo með Harry, hann er eflaust ekki nógu skarpur eða á ekki nógu góða vini til þess að þrífast vel. Ég vona að hann hafi valið réttu eiginkonuna.“

mbl.is