Elísabet Alma Svendsen, hönnuður og eigandi Listavals, og Daníel Bjarnason tónlistamaður hafa sett einbýlishús sitt við Valhúsabraut á Seltjarnarnesi á sölu. Húsið hafa þau innréttað á afar sjarmerandi máta, en það telur 242 fm og var reist árið 1958.
Elísabet Alma Svendsen, hönnuður og eigandi Listavals, og Daníel Bjarnason tónlistamaður hafa sett einbýlishús sitt við Valhúsabraut á Seltjarnarnesi á sölu. Húsið hafa þau innréttað á afar sjarmerandi máta, en það telur 242 fm og var reist árið 1958.
Elísabet Alma Svendsen, hönnuður og eigandi Listavals, og Daníel Bjarnason tónlistamaður hafa sett einbýlishús sitt við Valhúsabraut á Seltjarnarnesi á sölu. Húsið hafa þau innréttað á afar sjarmerandi máta, en það telur 242 fm og var reist árið 1958.
Elísabet og Daníel bjuggu áður við Tjarnarstíg á Seltjarnarnesi, en þau keyptu húsið af fyrrverandi forsetahjónum, Guðna Th. Jóhannessyni og Elizu Reid, árið 2020. Þau tóku húsið í gegn og var útkoman sannarlega glæsileg, en húsið settu þau á sölu í ágúst 2023 og var það keypt af félagi Þóris Snæs Sigurjónssonar kvikmyndaframleiðanda.
Fagurkerarnir kunna greinilega vel við sig á Seltjarnarnesi, en áður en þau keyptu hús fyrrverandi forsetahjónanna bjuggu þau í fögru einbýli við Miðbraut á Seltjarnarnesi sem þau tóku einnig í gegn. Húsið settu þau á sölu í ágúst 2020.
Falleg listaverk og formfögur húsgögn eru í forgrunni í húsinu við Valhúsastíg, en það stendur á 825 fm lóð með fallegu útsýni til sjávar og fjalla. Húsið er á tveimur hæðum og státar af fimm svefnherbergjum og einu baðherbergi.
Borðstofa og stofa eru samliggjandi í rúmgóðu og björtu alrými á efri hæðinni. Þar er aukin lofthæð og gólfsíðir gluggar sem gefa rýminu mikinn glæsibrag. Þaðan er útgengt á svalir til suðurs með fallegu útsýni.
Á hæðinni er parket úr hnotu í alrými, ullarteppi í herbergjum og náttúrukorkur í eldhúsinu. Þá er sérsmíðuð innrétting í eldhúsinu með fallegri borðplötu frá Granítsteinum sem setur svip sinn á rýmið.
Ásett verð er 178.900.000 krónur.