Hátt í átta milljónir komu úr vasa Ástþórs

Forsetakosningar 2024 | 6. september 2024

Hátt í átta milljónir komu úr vasa Ástþórs

Kosningabarátta Ástþórs Magnússonar vegna forsetakosninganna í sumar kostaði tæpar níu milljónir króna.

Hátt í átta milljónir komu úr vasa Ástþórs

Forsetakosningar 2024 | 6. september 2024

Ástþór Magnússon.
Ástþór Magnússon. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kosningabarátta Ástþórs Magnússonar vegna forsetakosninganna í sumar kostaði tæpar níu milljónir króna.

Kosningabarátta Ástþórs Magnússonar vegna forsetakosninganna í sumar kostaði tæpar níu milljónir króna.

Þar af eyddi hann um 8,5 milljónum í auglýsingar og annan kynningarkostnað.

Ástþór lagði fram úr eigin vasa um 7,8 milljónir króna til að standa straum af framboðinu.

Hann fékk engin framlög frá fyrirtækjum en framlög frá einstaklingum námu 370 þúsund krónum, að því er kemur fram í uppgjöri sem hann sendi Ríkisendurskoðun.

Jón Gnarr á kjördag.
Jón Gnarr á kjördag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Dýrari barátta hjá Jóni

Kosningabarátta Jóns Gnarr vegna forsetakosninganna í sumar var aðeins dýrari en hjá Ástþóri og kostaði um 10,5 milljónir króna. Mestur kostnaður fór í aðkeypta þjónustu, eða um fjórar milljónir króna.

Til að standa straum af framboðinu hlaut Jón um 8,5 milljónir króna í styrki frá einstaklingum og um 1,7 milljónir frá fyrirtækjum.

Viktor Traustason segir í yfirlýsingu til Ríkisendurskoðunar að hvorki heildartekjur né heildarkostnaður vegna framboðs hans hafi verið hærri en 550 þúsund krónur. Framboðið sé því undanþegið uppgjörsskyldu.

Eiríkur Ingi Jóhannsson hefur sömu sögu að segja og Viktor í sinni yfirlýsingu. 

Viktor Traustason.
Viktor Traustason. mbl.is/Iðunn Andrésdóttir
mbl.is