Leynihráefnið í uppáhaldspitsu Margrétar

Uppskriftir | 6. september 2024

Leynihráefnið í uppáhaldspitsu Margrétar

Margrét Leifs er hrifin af haustinu og ávallt spennt að komast aftur í rútínu, sérstaklega hvað viðkemur mataræði. Hún segir lífsstíl sinn breytilegan eftir árstíðum og þegar haustið komi eldi hún meira og borði hollari mat.

Leynihráefnið í uppáhaldspitsu Margrétar

Uppskriftir | 6. september 2024

Margrét Leifs er hrifin af haustinu og ávallt spennt að …
Margrét Leifs er hrifin af haustinu og ávallt spennt að komast aftur í rútínu, sérstaklega hvað viðkemur mataræði. mbl.is/Árni Sæberg

Margrét Leifs er hrifin af haustinu og ávallt spennt að komast aftur í rútínu, sérstaklega hvað viðkemur mataræði. Hún segir lífsstíl sinn breytilegan eftir árstíðum og þegar haustið komi eldi hún meira og borði hollari mat.

Margrét Leifs er hrifin af haustinu og ávallt spennt að komast aftur í rútínu, sérstaklega hvað viðkemur mataræði. Hún segir lífsstíl sinn breytilegan eftir árstíðum og þegar haustið komi eldi hún meira og borði hollari mat.

Hún á sér nokkrar uppáhaldsrétti sem eiga vel við í haustbyrjun og sviptir hér hulunni af sinni uppáhaldspitsu en í henni er leynihráefni sem gerir botninn „djúsí“, eins og Margrét tekur sjálf til orða. Margrét er heilsumarkþjálfi og arkitekt með ástríðu fyrir sjóböðum og heilbrigðum lífsstíl og þar fléttast mataræði sterkt inn. Matur er stór þáttur í lífi Margrétar og á haustin tekur ávallt ákveðin rútína við.

Mikilvægt að elska allan mat

„Haustið leggst mjög vel í mig. Mér finnst svo gott að gefa mér mikið frelsi í mataræði og lífsstíl á sumrin og svo er ég svo spennt að byrja í meiri rútínu á haustin. Á sumrin borða ég alls konar og fer oft seinna að sofa. Meira kæruleysi og slaki í öllu. Nenni oft ekki að elda, borða meira úti. Þetta veldur því að þegar líður að hausti þá er ég farin að þrá meiri reglu. Fara fyrr að sofa, elda meira og borða hollar. Þetta eru andstæður sem mér finnst nauðsynlegar. Breyttur lífsstíll eftir árstíðum, lífið er ekki alltaf eins. Nótt og dagur, ljós og myrkur, mismunandi taktur gefur meiri fjölbreytileika,“ segir Margrét.

Í hefðbundinni rútínu finnst Margréti skipta miklu máli að hún leyfi sér að borða allt sem hún vill. „Ég lifi alltaf eftir þeirri reglu að ég borða allt sem ég vil, en ég leitast við að borða í 80% tilfella mat sem elskar mig til baka og ekki meira en 10-20% mat sem ég veit að gerir mér ekki gott. Það er mikilvægt að elska allan mat sem fer ofan í okkur og borða hann með góðri samvisku. Það er líka mikilvægt að njóta matarins.“

„Mér finnst frábært að byrja máltíðir á að þakka fyrir. Þakka fyrir matinn, þakka þeim sem komu að því að rækta hann, flytja hann og elda. Þetta er hægt að gera upphátt eða í hljóði. Með því að tyggja hvern bita vel hjálpum við meltingarlíffærunum við upptöku næringarefna,“ segir Margrét og brosir sínu einlæga brosi. Þegar hausta tekur verður Margrét duglegri að elda og er þá iðin við að útbúa sína uppáhaldsrétti. Njóta þeirra við huggulegheit og kertaljós enda farið að dimma á þessum árstíma.

Algjör bónus að hún er glútenlaus

„Þetta er uppáhaldspitsan mín og það er heiður að fá að deila henni með ykkur. Leynihráefnið er huskið sem gerir botninn svo djúsí. Það er algjör bónus að hún er glútenlaus þannig að hún veldur ekki uppþembu hjá þeim sem eru viðkvæmir fyrir glúteni. Þú ræður hvað þú hefur botninn þykkan. Ef hann er í þykkara lagi þá lengist bökunartíminn aðeins. Mér finnst best að baka botninn sér og steikja áleggið og raða henni síðan saman.“

Margrét sviptir hulunni af uppáhaldspítsunni sinni en þar leikur botninn …
Margrét sviptir hulunni af uppáhaldspítsunni sinni en þar leikur botninn aðalhlutverkið. mbl.is/Árni Sæberg

„Það er líka hægt að búa til vefjur með þessu deigi. Pitsa þarf að vera litrík og djúsí og gaman að hafa á tilfinningunni að maður sé að sukka feitt en í rauninni er maður að borða næringarríkan og mjög hollan mat,“ segir Margrét sposk á svip og bætir við að hugmyndin að uppskriftinni byggist á uppskrift frá Ebbu Guðnýju Guðmundsdóttur.

Innblásturinn í matargerðina fær Margrét þegar hún skoðar uppskriftir en hún fer ekki eftir þeim.

„Mér finnst mjög gaman að skoða uppskriftir en ég get alls ekki farið eftir þeim, það er bara einhver erfðagalli í mér sem ég ræð alls ekki við. Ég get ekki einu sinni farið eftir eigin uppskriftum, ég þarf alltaf að breyta einhverju smávegis. Ég horfi á uppskriftir og hef þær til hliðsjónar og svo geri ég bara eitthvað. Svona eins og sænski kokkurinn í Prúðuleikurunum í gamla daga. Mér finnst mikilvægt að skemmta mér þegar ég elda og ég skemmti mér best ef get leikið mér og verið skapandi. Eldamennska er leikur í mínum huga, ekki alvarleg framkvæmd. Það geta allir eldað sem á annað borð vilja það. Með því að elda þá ertu að búa til samverustund fyrir þá sem þér þykir vænt um og samverustundir eru okkur dýrmætar.“

Ghee-orkukúlurnar eru hreint sælgæti að njóta og sérstaklega lúxusútgáfan en …
Ghee-orkukúlurnar eru hreint sælgæti að njóta og sérstaklega lúxusútgáfan en þá setur Margrét smávegis dökkt súkkulaði í blönduna. mbl.is/Árni Sæberg

Búum okkur til breyttar og bættar matarvenjur

Margrét hefur staðið fyrir námskeiði sem heitir 6+10 daga hreint mataræði undanfarin ár sem hefur notið mikilla vinsælda og námskeiðið heldur hún ávallt á haustin. Hún ætlar að standa fyrir námskeiði núna í haust sem hefst 16. september næstkomandi.

„Þá tökum við saman sex daga undirbúning áður en við byrjum á 10 dögunum. Við eldum saman á zoom, lærum að gera bragðgóðan og hollan mat sem nærir okkur vel og uppskriftir fylgja fyrir alla dagana. Við erum okkur góðir foreldrar. 10 daga námskeiðin ganga út á að við búum okkur til breyttar og bættar venjur. Við komumst út úr sykurlönguninni og gefum líkamanum hágæðabensín.“

Að sögn Margrét eru líka nokkrir algengir ofnæmis- og óþolsvaldar teknir út og borðaður ferskur, litríkur og næringarríkur matur. „Ég er alltaf jafn spennt sjálf að taka þátt í námskeiðinu og það eru algjör forréttindi að það séu fleiri sem eru til í að vera með mér. Það verður til einhver galdur þegar maður tekur til í mataræðinu með öflugum hópi. Á námskeiðinu skoðum við líka samband okkar við mat og samband okkar við okkur sjálf,“ segir Margrét og er þegar farin að telja niður dagana í námskeiðið. Fyrir áhugasama er hægt að lesa sér til og skrá á facebooksíðu Margréta hér.

Rauða pestóið passar með mörgu og einfalt að búa það …
Rauða pestóið passar með mörgu og einfalt að búa það til. mbl.is/Árni Sæberg

Margrét sviptir hér hulunni af uppáhaldspitsubotninum sínum ásamt uppskriftum að heimagerðu pestói og ghee-orkukúlum sem hún segir að séu algjört sælgæti.

Kræsingar Margrétarfanga bæði augu og munn en hennifinnst mikilvægt að …
Kræsingar Margrétarfanga bæði augu og munn en hennifinnst mikilvægt að hafa gaman af eldamennskunni. mbl.is/Árni Sæberg

Uppáhaldspístan hennar Margrétar, rauða pestóið og ghee-orkukúlur

Uppáhaldspitsan hennar Margrétar

Pitsubotn fyrir einn

  • 2 tsk. fiber husk
  • 1 dl soðið vatn
  • 2 dl glútenlaust mjöl (gott að blanda saman möndlumjöli og rísmjöli)
  • 2 msk. ólífuolía
  • ½ tsk. salt
  • 1 msk. óreganó

Aðferð:

  1. Sjóðið vatn og blandið saman soðnu vatni og fiber husk í skál.
  2. Bætið ólífuolíu saman við ásamt salti og kryddi.
  3. Blandið mjölinu saman við og hnoðið þannig að deigið verður að kúlu. Fletjið út á bökunarpappír.
  4. Það er er gott að vera með bökunarpappír bæði undir og yfir deiginu og fletja þannig út.
  5. Bakið botninn í 6-7 mínútur við 200°C (blástur).
  6. Snúið honum við og bakið áfram í 3-4 mínútur.
  7. Síðan veljið þið á pitsuna það álegg sem heillar ykkur mest og bakið hana aftur í stutta stund eða þar til pitsan er eins og þið viljið hafa hana.
  8. Ef þið eruð að setja ferskt salat, hráskinku og annað sem ekki þarf að baka, þá auðvitað sleppið þið því.
  9. Rauða pestóið er til að mynda mjög gott á pitsuna.

Rauða pestóið

  • 2 dl sólþurrkaðir tómatar ásamt olíu
  • 2 dl kasjúhnetur (hægt að nota sólblómafræ í staðinn, ef um hnetuofnæmi er að ræða)
  • 2-3 döðlur
  • 1-2 msk. sítrónusafi
  • 2-3 msk. vatn
  • 0,5 tsk. salt (himalajasalt eða gott sjávarsalt)
  • 1 hvítlauksrif

Aðferð:

  1. Allt sett í matvinnsluvél og unnið vel saman. Geymið í lokaðri krukku í kæli fyrir notkun.

Ghee-orkukúlur

(Uppskrift úr bók Heiðu Björku
Sturludóttur „Ayurveda“)

  • ¼ bolli ristuð sesamfræ
  • 1 bolli kókósflögur
  • ¼ bolli möndlur
  • ¼ bolli valhnetur
  • ¼ bolli sólblómafræ
  • 1-2 msk. graskersfræ
  • 1 msk. hörfræ
  • ½ bolli smátt skornar fíkjur eða döðlur
  • 5 cm rifin engiferrót (2,5 ef rótin er lífræn)
  • 2 tsk. kummínduft (má sleppa)
  • ¼ tsk. kardimommukrydd
  • 1 tsk. kanill
  • 1-2 msk. ghee

Aðferð:

  1. Þurrristið öll innihaldsefnin nema kryddið og fíkjur/döðlur.
  2. Ristið hvert innihaldsefni sér, þar sem þau eru með mismunandi hitunartíma. Möndlurnar þurfa lengstan tíma en kókósflögurnar minnstan.
  3. Ristið þar til liturinn er orðinn gullinbrúnn.
  4. Setjið öll innihaldsefnin í skál og látið kólna aðeins áður en þið setjið allt nema kókósflögurnar í matvinnsluvélina.
  5. Látið matvinnsluvélina ganga aðeins og bætið síðan kókósflögum, fíkjum/döðlum og ghee við og maukið allt saman.
  6. Mótið kúlur úr massanum.
  7. Ef massinn er of þurr til að búa til kúlur þá er annaðhvort hægt að bæta við smávegis vatni eða meira ghee.
  8. Geymist í ísskáp í glerkrukku í 1-2 vikur. Einnig hægt að frysta.
  9. Ef ykkur langar að gera lúxusútgáfu af þessum orkukúlum þá er lag að bæta söxuðu dökku súkkulaði út í blönduna.
mbl.is