Gísli og Nína leigja út útsýnishúsið á Seltjarnarnesi

Gisting | 7. september 2024

Gísli og Nína leigja út útsýnishúsið á Seltjarnarnesi

Leikarahjónin Gísli Örn Garðarsson og Nína Dögg Filippusdóttir hafa auglýst heimili sitt á Seltjarnarnesi til leigu á Airbnb. Hann festi kaup á húsinu 2014 og í framhaldinu var húsið endurbætt á einstakan hátt í sjónvarpsþættinum Gulli byggir sem Gunnlaugur Helgason heldur úti á Stöð 2. 

Gísli og Nína leigja út útsýnishúsið á Seltjarnarnesi

Gisting | 7. september 2024

Hér má sjá leikarahjónin í hlutverkum sínum í Verbúðinni sem …
Hér má sjá leikarahjónin í hlutverkum sínum í Verbúðinni sem sýnd var á Rúv. Samsett mynd

Leikarahjónin Gísli Örn Garðarsson og Nína Dögg Filippusdóttir hafa auglýst heimili sitt á Seltjarnarnesi til leigu á Airbnb. Hann festi kaup á húsinu 2014 og í framhaldinu var húsið endurbætt á einstakan hátt í sjónvarpsþættinum Gulli byggir sem Gunnlaugur Helgason heldur úti á Stöð 2. 

Leikarahjónin Gísli Örn Garðarsson og Nína Dögg Filippusdóttir hafa auglýst heimili sitt á Seltjarnarnesi til leigu á Airbnb. Hann festi kaup á húsinu 2014 og í framhaldinu var húsið endurbætt á einstakan hátt í sjónvarpsþættinum Gulli byggir sem Gunnlaugur Helgason heldur úti á Stöð 2. 

Húsið er alveg ofan í fjörunni á Seltjarnarnesi og státar af stórbrotnu útsýni. Sagað var úr hliðinni sjávarmegin til þess að stækka glugga í stofunni. Sérsmíðaðir sófar voru settir fyrir framan gluggann þannig að hægt er að njóta útsýnis á einstakan hátt. 

Nóttin kostar 900 dali eða rúmlega 124 þúsund krónur á gengi dagsins. Það er ekki skrýtið að hjónin hafi sett húsið í útleigu því það er eiginlega of stórkostlegt til þess að ferðamenn geti ekki notið þess til fulls. 

Hjónin stofnuðu leikhópinn Vesturport árið 2001 og hafa þau síðan þá sett upp fantaflott verk og framleitt vinsælar sjónvarpsþáttaraðir eins og til dæmis Verbúðina sem sýnd var á Rúv. Hér er hægt að skoða húsið á Airbnb. 

Stofuglugginn var stækkaður svo hægt væri að njóta mikils útsýnis.
Stofuglugginn var stækkaður svo hægt væri að njóta mikils útsýnis. Ljósmynd/Airbnb
Fyrir utan húsið er verönd með heitum potti og saunu.
Fyrir utan húsið er verönd með heitum potti og saunu. Ljósmynd/Airbnb
mbl.is