Hitti ekki dýnuna og lenti á gólfinu

Dagmál | 7. september 2024

Hitti ekki dýnuna og lenti á gólfinu

„Þetta er vitlaust skráð á veraldarvefnum,“ sagði kúluvarparinn og Ólympíufarinn Erna Sóley Gunnarsdóttir í Dagmálum.

Hitti ekki dýnuna og lenti á gólfinu

Dagmál | 7. september 2024

„Þetta er vitlaust skráð á veraldarvefnum,“ sagði kúluvarparinn og Ólympíufarinn Erna Sóley Gunnarsdóttir í Dagmálum.

„Þetta er vitlaust skráð á veraldarvefnum,“ sagði kúluvarparinn og Ólympíufarinn Erna Sóley Gunnarsdóttir í Dagmálum.

Erna Sóley, sem er 24 ára gömul, fór á sínu fyrstu Ólympíuleika á dögunum í París í Frakklandi en hún er margfaldur Íslandsmeistari og Íslandsmethafi í kúluvarpi.

Veit ekki hvaðan þetta kemur

Erna á best 1,60 metra í hástökki, samkvæmt heimasíðunni World Athletics, sem heldur vel utan um árangur frjálsíþróttafólks en sá árangur hefur komið mörgum á óvart enda ekki þekkt fyrir að keppa mikið í hástökki.

„Ég á að hafa stokkið 1,60 metra, sem er mjög gott fyrir konu,“ sagði Erna Sóley.

„Ég held að besti árangurinn minn í greininni sé 1,10 metrar. Ég veit ekkert hvaðan þetta kemur, því ég keppti ekki í hástökki þarna.

Síðast þegar ég keppti í hástökki þá hitti ég ekki á dýnuna og lenti á gólfinu,“ sagði Erna Sóley meðal annars.

Viðtalið við Ernu Sóley í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Erna Sóley Gunnarsdóttir á Ólympíuleikunum í París.
Erna Sóley Gunnarsdóttir á Ólympíuleikunum í París. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is