Loftmengun í brennidepli á degi hreins lofts

Umhverfisvitund | 7. september 2024

Loftmengun í brennidepli á degi hreins lofts

Alþjóðadagur hreins lofts í þágu heiðskírs himins er í dag, 7. september. Við Íslendingar njótum þeirra forréttinda að loftið hér er almennt eitt það hreinasta í heimi þrátt fyrir að gosmóða, svifryk og fleiri þættir hafi stundum áhrif á loftgæðin.

Loftmengun í brennidepli á degi hreins lofts

Umhverfisvitund | 7. september 2024

Ísland er eitt aðeins sjö landa í heiminum sem standast …
Ísland er eitt aðeins sjö landa í heiminum sem standast viðmið Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar um loftgæði. mbl.is/Kristinn Magnússon

Alþjóðadagur hreins lofts í þágu heiðskírs himins er í dag, 7. september. Við Íslendingar njótum þeirra forréttinda að loftið hér er almennt eitt það hreinasta í heimi þrátt fyrir að gosmóða, svifryk og fleiri þættir hafi stundum áhrif á loftgæðin.

Alþjóðadagur hreins lofts í þágu heiðskírs himins er í dag, 7. september. Við Íslendingar njótum þeirra forréttinda að loftið hér er almennt eitt það hreinasta í heimi þrátt fyrir að gosmóða, svifryk og fleiri þættir hafi stundum áhrif á loftgæðin.

Fyrr á þessu ári sendi svissneska stofnunin IQAir frá sér skýrslu þar sem stuðst var við upplýsingar frá veðurstöðvum í 134 löndum á síðasta ári og samkvæmt henni er Ísland eitt aðeins sjö landa í heiminum sem standast viðmið Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar um loftgæði. Hin löndin eru Finnland, Ástralía, Eistland, Grenada, Máritíus og Nýja-Sjáland.

Þá hefur Umhverfisstofnun Evrópu (EEA) nú birt skýrslu þar sem loftgæði í 759 evrópskum borgum eru metin og þar er Reykjavík í 6. sæti. Í skýrslu stofnunarinnar kemur fram að byggt er á upplýsingum frá árunum 2021-2022. Mældar eru öragnir í andrúmslofti og að auki hefur nú verið bætt við tveimur lofttegundum sem hafa áhrif á loftgæði, köfnunarefnisdíoxíði (NO2) og ósoni (O3).

mbl.is

Minnstu loftgæðin í pólskum og ítölskum borgum

Athygli vekur að borgir í norðurhluta Finnlands, Svíþjóðar og Noregs auk Reykjavíkur eru í efstu 15 sætunum á listanum. Efst er sænska borgin Umeå en næstar koma Kuopio og Oulu í Finnlandi, Uppsalir og Västerås í Svíþjóð, Reykjavík, Tampere í Finnlandi, Norrköping, Södertälje, Stokkhólmur og Örebro í Svíþjóð, og Espoo, Jyväskylä og Lahti í Finnlandi og Tromsø í Noregi. Helsinki er í 20. sæti, Kaupmannahöfn í 47. sæti og Ósló í 66. sæti.

Minnstu loftgæðin, samkvæmt skýrslunni, eru í pólskum og ítölskum borgum. Þannig eru Brescia og Tórínó á Ítalíu í neðstu sætum á listanum.

Leiða má líkur að því að veðurfar í norðurhluta Evrópu hafi jákvæð áhrif á loftgæðin og þar sjái vindar um að blása menguninni burt. Að sögn Hlyns Árnasonar, sérfræðings hjá Umhverfisstofnun, mælist þannig mest köfnunarefnisdíoxíð í andrúmslofti hér á landi á froststilludögum. „Það er því erfitt að fullyrða að við mengum minna en aðrir en mengunin liggur ekki lengi yfir,“ segir hann.

Umfjöllunina má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is