Ostaslaufur með pestó úr Móberginu

Uppskriftir | 7. september 2024

Ostaslaufur með pestó úr Móberginu

Það er komið að helgarbakstrinum og það er ástríðubak­ar­inn Brynja Dadda Sverr­is­dótt­ir í Mó­berg­inu upp í fjall­inu í Kjós sem býður upp á ómótstæðilega góðar ostaslaufur með heimagerðu pestó. Brynja Dadda er frjó af hug­mynd­um hvernig má nýta gott brauðdeig til að búa til alls konar kræsingar og er iðin að búa til stóran skammt til að eiga í frystinum til góða.

Ostaslaufur með pestó úr Móberginu

Uppskriftir | 7. september 2024

Ómótstæðilega góðar ostaslaufur með pestó sem þið eigið eftir að …
Ómótstæðilega góðar ostaslaufur með pestó sem þið eigið eftir að elska. Samsett mynd

Það er komið að helgarbakstrinum og það er ástríðubak­ar­inn Brynja Dadda Sverr­is­dótt­ir í Mó­berg­inu upp í fjall­inu í Kjós sem býður upp á ómótstæðilega góðar ostaslaufur með heimagerðu pestó. Brynja Dadda er frjó af hug­mynd­um hvernig má nýta gott brauðdeig til að búa til alls konar kræsingar og er iðin að búa til stóran skammt til að eiga í frystinum til góða.

Það er komið að helgarbakstrinum og það er ástríðubak­ar­inn Brynja Dadda Sverr­is­dótt­ir í Mó­berg­inu upp í fjall­inu í Kjós sem býður upp á ómótstæðilega góðar ostaslaufur með heimagerðu pestó. Brynja Dadda er frjó af hug­mynd­um hvernig má nýta gott brauðdeig til að búa til alls konar kræsingar og er iðin að búa til stóran skammt til að eiga í frystinum til góða.

Svona gerir Brynja Dadda þegar hún setur pestóið á deigið …
Svona gerir Brynja Dadda þegar hún setur pestóið á deigið og lokar síðan áður en hún tekur snúninginn. Samsett mynd

Þetta er í raun uppskrift af einföldu brauðdeigi sem Brynja Dadda notar til að gera alls konar kræsingar úr. Til að mynda eins og hér ostaslaufur en svo gerir hún líka skinkuhorn, kanilsnúða, brauðbollur eða pítsur úr deiginu svo fátt sé nefnt. Þessi uppskrift er tilvalin bæði fyrir ostaslaufur og brauðbollur. Það er bara spurning hvaða form þið viljið því að hafa dýrðina í þegar þið bjóðið í kaffi.

Brynja Dadda notar þetta sama deig til að gera brauðbollur …
Brynja Dadda notar þetta sama deig til að gera brauðbollur og í þær er líka hægt að setja pestó. Ljósmynd/Brynja Dadda Sverrisdóttir

Ostaslaufur með pestó

Einfalt gerdeig

  • 1 kg brauðhveiti
  • 1 bréf þurrger (11 g)
  • 3 msk. hrásykur
  • 1 msk. salt
  • ½ dl góð matarolía
  • 300 ml heitt vatn
  • 300 ml mjólk
  • Grænkálspestó, sjá uppskrift fyrir neðan
  • Rifinn ostur

Aðferð:

  1. Setjið allt hráefnið saman í hrærivélaskál og hnoðið í hrærivél með króknum þar til deigið er þétt og laust frá hliðum skálar.
  2. Berið örlitla matarolíu innan í stórri skál, setjið deigið þar ofan í og stykki yfir.
  3. Látið hefast á þurrum, hlýjum stað í að minnsta kosti eina klukkustund.
  4. Skiptið þá deiginu í þrjá hluta.
  5. Takið einn hluta og fletjið út í ferning, helmingi lengri á langhliðina, um það bil 45x30 cm
  6. Smyrjið gott grænt pestó á langhliðina, helminginn, stráið rifnum osti yfir og setjið hinn helminginn yfir, þrýstið vel.
  7. Pestó er einfalt að búa til og uppskrift fylgir með hér fyrir neðan en þið getið líka bara keypt gott pestó.
  8. Skerið í lengjur um það bil 2 sentimetra breiðar, takið hverja lengju upp og snúið upp á hana og leggið síðan á bökunarpappír á plötu.
  9. Látið hefast aðeins aftur. Leggið stykki yfir og geymið í 20 til 30 mínútur.
  10. Hitið bakaraofninn í 200°C hita meðan lengjurnar hefast.
  11. Penslið síðan lengjurnar með þeyttu eggi og stráið örlitlu salti yfir eða öðru góðu kryddi.
  12.  Setjið síðan plötuna með lengjunum á og setjið inn í 200°C heitan ofn og bakið í 10 mínútur (ofnar eru misjafnir) gott að fylgjast vel með bakstrinum.
  13. Takið lengjurnar út þegar fallegur gylltur litur er kominn á þær og dásamlegur ilmur í húsið.
  14. Gerið eins við hina tvo hluta deigsins, ef þið viljið gera brauðstangir úr öllu saman, en það er líka sniðugt að gera t.d. fléttubrauð, skinkuhorn,  kanilsnúða eða bollur úr restinni.
  15. Bollubrauð gerir Brynja Dadda oft og setur þá bollur í eldfast fat og leyfir þeim að hefast vel en þær þurfa um það bil 18 mínútur í ofni.
  16. Úr einu kílói af hveiti kemur ágætis stafli, það er fínt að eiga í frystinum ljúfmeti eins þessi brauð og taka út og hita þegar góða gesti ber að garði.

Grænkálsspestó

  • 4-5 blöð af grænkáli, notið ekki stilkinn
  • 100 g kasjúhnetur
  • 2 hvítlauksrif (smekksatriði)
  • Parmesanostur (góður biti en líka smekksatriði)
  • Nokkur blöð af basilíku
  • Salt og pipar eftir smekk
  • Góð olía

Aðferð:

  1. Allt sett saman í matvinnsluvél og maukað vel.
  2. Smakkið til.
  3. Geymið í lokaðri krukku í kæli fyrir notkun.
Brynja Dadda er iðin við að nota grænkálið, uppskeruna úr …
Brynja Dadda er iðin við að nota grænkálið, uppskeruna úr garðinum í pestógerðina. Ljósmynd/Brynja Dadda Sverrisdóttir
Heimagerða pestóið.
Heimagerða pestóið. Ljósmynd/Brynja Dadda Sverrisdóttir
mbl.is