„Þetta eru miklu grófari mál“

Dagmál | 7. september 2024

„Þetta eru miklu grófari mál“

„Málin sem eru að koma upp núna, og þá er ég ekki að tala um sorglegasta málið af þeim öllum, við erum að tala um öll hin málin, þetta eru miklu grófari mál.“

„Þetta eru miklu grófari mál“

Dagmál | 7. september 2024

„Málin sem eru að koma upp núna, og þá er ég ekki að tala um sorglegasta málið af þeim öllum, við erum að tala um öll hin málin, þetta eru miklu grófari mál.“

„Málin sem eru að koma upp núna, og þá er ég ekki að tala um sorglegasta málið af þeim öllum, við erum að tala um öll hin málin, þetta eru miklu grófari mál.“

Þetta segir Kári Sigurðsson, verkefnastjóri Flotans – flakkandi félagsmiðstöðvar, en hann var gestur Dagmála í vikunni ásamt Unnari Þór Bjarnasyni samfélagslögregluþjóni. 

Fjölskyldur læsi heim hjá sér af hræðslu

Kveðst Kári ekki hafa séð jafn gróft og skipulagt ofbeldi áður á sínum 17 árum í frístundastarfi með börnum og ungmennum og segir gerendur alla jafna yngri en áður. 

„Þetta eru mál sem við heyrðum að voru að gerast í hópi sem var kannski átjan til þrjátíu ára. Þetta er bara búið að renna niður,“ segir Kári.

„Jafnvel orðnar þannig árásir að einstaklingar og öll fjölskyldan eru komin heim til sín með læst heima hjá sér bak við luktar dyr.“

Unglingar dofnir gagnvart ofbeldi

Hann segir hinn almenna ungling orðinn dofinn gagnvart ofbeldi meðal annars vegna ofbeldismyndbanda sem þau horfi á á netinu.

„Það er hræðilegt að sjá einstaklinga vera að horfa á þetta og maður sér bara í augunum á þeim að þau eru gjörsamlega aftengd því sem er að gerast.“

Mikilvægt sé að spyrja sig hvaða samfélagsmiðla börn og unglingar noti og hvað þau horfi á þó svo að lausnin sé ekki endilega að svipta þau algjörlega samfélagsmiðlum.

„En við verðum að gera okkur grein fyrir því hvað er búið að vera að mata barnið þitt á?“

Áskrifendur Morgunblaðsins geta horft á viðtalið í heild sinni hér:

Verkefnastjóri Flotans segir gerendur í ofbeldismálum yngri en áður og …
Verkefnastjóri Flotans segir gerendur í ofbeldismálum yngri en áður og brotin grófari. Haraldur Jónasson/Hari
mbl.is