Fastur liður á laugardagsmorgnum á matarvefnum eru leyndardómsfullu uppskriftirnar úr Húsóeldhúsinu í Hússtjórnarskólanum sem njóta mikilla vinsælda hjá lesendum matarvefsins.
Fastur liður á laugardagsmorgnum á matarvefnum eru leyndardómsfullu uppskriftirnar úr Húsóeldhúsinu í Hússtjórnarskólanum sem njóta mikilla vinsælda hjá lesendum matarvefsins.
Fastur liður á laugardagsmorgnum á matarvefnum eru leyndardómsfullu uppskriftirnar úr Húsóeldhúsinu í Hússtjórnarskólanum sem njóta mikilla vinsælda hjá lesendum matarvefsins.
Að þessu sinni deilir Marta María Arnarsdóttir skólameistari Hússtjórnarskólans með lesendum uppskrift að súkkulaðibúðing að hætti Húsó. Það má líka kalla þetta matarlímsbúðing ef vill en það er miklu auðveldara að gera þennan en ykkur grunar.
„Þetta er uppáhaldsbúðingurinn minn, ég er svo mikill súkkulaðiunnandi,“ segir Marta María með bros á vör.
„Það eru margir sem hræðast það að vinna með matarlím. En þegar rétt er farið að og öllum skrefum er fylgt samviskusamlega er lítið mál að gera dýrindis matarlímsbúðing. Í matargerð er auðvelt að breyta uppskriftum og gera „dass” af þessu og hinu eftir eigin hentisemi. Það gengur ekki svo auðveldlega upp þegar unnið er með matarlím enda getur maður þá endað með kekkjóttan búðing og það viljum við ekki. Það þarf að beita þolinmæði og bera virðingu fyrir ferlinu, þá mun allt ganga smurt,“ segir Marta María.
Nú er bara að bretta upp ermar og prófa.
Súkkulaðibúðingur að hætti Húsó
Aðferð: