„Ég þarf að vera með hníf“

Dagmál | 8. september 2024

„Ég þarf að vera með hníf“

„Það skiptir eiginlega ekki máli hvaða bæjarhátíð eða hvaða sveitarfélag þú talar við, það er gríðarleg hópamyndun unglinga og það er ekki bara jaðarhópurinn.“

„Ég þarf að vera með hníf“

Dagmál | 8. september 2024

„Það skiptir eiginlega ekki máli hvaða bæjarhátíð eða hvaða sveitarfélag þú talar við, það er gríðarleg hópamyndun unglinga og það er ekki bara jaðarhópurinn.“

„Það skiptir eiginlega ekki máli hvaða bæjarhátíð eða hvaða sveitarfélag þú talar við, það er gríðarleg hópamyndun unglinga og það er ekki bara jaðarhópurinn.“

Þetta segir Kári Sigurðsson, verkefnastjóri Flotans – Flakkandi félagsmiðstöðvar. Kári var gestur Dagmála í vikunni ásamt Unnari Þór Bjarnasyni, lögreglumanni hjá samfélagslöggunni, til að ræða þróun ofbeldis og vopnaburðar meðal ungmenna.

Áður óséðar hópamyndanir

Kári segir starfsmenn í forvarnaúrræðum á borð við Flotann hafa auknar áhyggjur af börnum utan bráðasta áhættuhópsins sem séu farin að sjá aukið ofbeldi og þar af leiðandi venjast því.

„Við erum ekki að tala um að allir unglingar séu í vandræðum en það er allt of mikið af unglingum farnir að mæta í hittinga eða hópamyndanir sem við sáum ekki áður, með hópunum í viðkvæmustu stöðunni,“ segir Kári. 

„Mögulega mun annar hópurinn, sem við höfum miklar áhyggjur af núna, fara inn í þennan hóp eða fara að réttlæta fyrir sjálfum sér „Ég þarf að vera með hníf, ég þarf að verja mig“.“

Landsmenn eru uggandi yfir auknum vopnaburði og ofbeldishegðun ungmenna.
Landsmenn eru uggandi yfir auknum vopnaburði og ofbeldishegðun ungmenna. Samsett mynd

Má ekki einblína á jaðarhópinn

Það sé hans reynsla að ungmenni séu í langflestum tilfellum með vopn á sér í þeim tilgangi að verja sig. Mikilvægt sé að líta í mörg horn og einblína ekki einungis á einn hóp og gleyma hinum.

„Við þurfum að horfa á jaðarhópinn, á hópinn sem er í kringum hann og við þurfum líka að horfa á hina einstaklingana af því þeir sjá ótrúlega mikið og láta þau vita: Þér ber skylda til að láta vita ef þú sérð ofbeldi.“

Unnar tekur undir það og segir forvarnaraðgerðir þurfa að ná til ungmenna sem ekki séu þegar komin á „rautt svæði“, heldur þurfi að grípa inn í fyrr. Hans helsta ósk fyrir starf samfélagslöggunnar sé að þau geti heimsótt hvern og einn bekk á ári hverju til að ræða við börn og ungmenni.

mbl.is