Jana grillaði þessar paprikur í bragðgóðu salsa

Uppskriftir | 8. september 2024

Jana grillaði þessar paprikur í bragðgóðu salsa

Kristjana Steingrímsdóttir, alla jafna kölluð Jana, heilsumarkþjálfi og ástríðukokkur veit fátt skemmtilegra en að leika sér í eldhúsinu og útbúa bragðgóða og holla rétti. Á dögunum gerði hún þennan ljúfa rétt, sem á vel við haustið. Hún grillaði íslenskar paprikur í bragðgóðu og skemmtilegu salsa og bar þær síðan fram með burrata-osti. Þetta er skemmtileg framsetning og gefur paprikunum gott bragð. Hægt er að fylgjast með Jönu í eldhúsinu hér.

Jana grillaði þessar paprikur í bragðgóðu salsa

Uppskriftir | 8. september 2024

Grillaðar íslenskar paprikur með salsa bornar fram með burrata-osti.
Grillaðar íslenskar paprikur með salsa bornar fram með burrata-osti. Ljósmynd/Kristjana Steingrímsdóttir

Kristjana Steingrímsdóttir, alla jafna kölluð Jana, heilsumarkþjálfi og ástríðukokkur veit fátt skemmtilegra en að leika sér í eldhúsinu og útbúa bragðgóða og holla rétti. Á dögunum gerði hún þennan ljúfa rétt, sem á vel við haustið. Hún grillaði íslenskar paprikur í bragðgóðu og skemmtilegu salsa og bar þær síðan fram með burrata-osti. Þetta er skemmtileg framsetning og gefur paprikunum gott bragð. Hægt er að fylgjast með Jönu í eldhúsinu hér.

Kristjana Steingrímsdóttir, alla jafna kölluð Jana, heilsumarkþjálfi og ástríðukokkur veit fátt skemmtilegra en að leika sér í eldhúsinu og útbúa bragðgóða og holla rétti. Á dögunum gerði hún þennan ljúfa rétt, sem á vel við haustið. Hún grillaði íslenskar paprikur í bragðgóðu og skemmtilegu salsa og bar þær síðan fram með burrata-osti. Þetta er skemmtileg framsetning og gefur paprikunum gott bragð. Hægt er að fylgjast með Jönu í eldhúsinu hér.

Bakaðar paprikur með salsa og burrata-osti

  • 3 íslenskar rauðar paprikur
  • Smá ólífuolía
  • 2 tsk. cummin-duft eða cummin-fræ (ekki kúmen)
  • Salt og pipar eftir smekk
  • 1/2 búnt dill, saxað gróft
  • 1/2 búnt steinselja, söxuð gróft
  • 3 msk. sólþurrkaðir tómatar, saxaðir smátt
  • 1/2 bolli valhnetur, saxaðar gróft 
  • Börkur af 1 sítrónu

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 200°C hita.
  2. Kjarnhreinsið paprikurnar og skerið í grófa bita.
  3. Setjið paprikubitana á ofnskúffu klædda bökunarpappír, skvettið smá ólífuolíu, salti, pipar og cummin yfir bitana.
  4. Bakið í ofninum í um það bil 15-20 mínútur eða þar til paprikurnar eru farnar að grillast.
  5. Hellið bökuðu paprikubitunum ásamt afganginum í góða skál og hrærið vel saman. 

Fyrir lokasamsetningu:

  • 1 stk. ricotta-ostur, burrata-ostur eða mozzarella-ostur

Aðferð:

  1. Setjið síðan ost að eigin vali inn í mitt salatið þegar það er tilbúið.
  2. Hellið að lokum smá ólífuolíu yfir salatið og kryddið til með salti og pipar.
  3. Berið fram og njótið.
mbl.is