Ljúffeng blómkálssúpa sem gleður sálina úr smiðju Berglindar

Uppskriftir | 8. september 2024

Ljúffeng blómkálssúpa sem gleður sálina úr smiðju Berglindar

Ljúffengar súpur eiga vel við á haustin og ekkert er betra en að nota nýja uppskeru í súpugerðina. Hér er á ferðinni uppskrift að blómkálssúpu sem gleður sálina. Þetta er ekta haustréttur og kemur úr smiðju Berlingar Hreiðars hjá Gotterí og gersemar. Með blómkálssúpunni er upplagt að bera fram nýbakað brauð með þeyttu smjöri.

Ljúffeng blómkálssúpa sem gleður sálina úr smiðju Berglindar

Uppskriftir | 8. september 2024

Þessi blómkálssúpa sem kemur úr smiðju Berglindar Hreiðars gleður sálina …
Þessi blómkálssúpa sem kemur úr smiðju Berglindar Hreiðars gleður sálina og yljar á fallegum haustdegi. Samsett mynd

Ljúffengar súpur eiga vel við á haustin og ekkert er betra en að nota nýja uppskeru í súpugerðina. Hér er á ferðinni uppskrift að blómkálssúpu sem gleður sálina. Þetta er ekta haustréttur og kemur úr smiðju Berlingar Hreiðars hjá Gotterí og gersemar. Með blómkálssúpunni er upplagt að bera fram nýbakað brauð með þeyttu smjöri.

Ljúffengar súpur eiga vel við á haustin og ekkert er betra en að nota nýja uppskeru í súpugerðina. Hér er á ferðinni uppskrift að blómkálssúpu sem gleður sálina. Þetta er ekta haustréttur og kemur úr smiðju Berlingar Hreiðars hjá Gotterí og gersemar. Með blómkálssúpunni er upplagt að bera fram nýbakað brauð með þeyttu smjöri.

Blómkálssúpa borin fram með brauðteningum og nýbökuðu brauði ef vill.
Blómkálssúpa borin fram með brauðteningum og nýbökuðu brauði ef vill. Ljósmynd/Berglind Hreiðars

Blómkálssúpa

Fyrir 4-5

  • 1 blómkálshaus (meðalstór)
  • 1 gulrót
  • ½ laukur
  • ½ blaðlaukur
  • 4 hvítlauksrif
  • 1 l vatn
  • 500 ml rjómi
  • 2  grænmetisteningar
  • Smjör eftir smekk
  • Ólífuolía eftir smekk
  • Salt, pipar og hvítlauksduft eftir smekk
  • Brauðteningar eftir smekk

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 200°C.
  2. Skerið blómkálið niður í munnstóra bita og raðið þeim í ofnskúffu.
  3. Setjið vel af ólífuolíu yfir og kryddið með salti, pipar og hvítlauksdufti eftir smekk og bakið í ofninum í 20 mínútur á meðan þið undirbúið annað.
  4. Saxið lauk, blaðlauk og gulrót niður og steikið við meðalhita upp úr vel af smjöri, kryddið eftir smekk.
  5. Þegar blandan fer að mýkjast má rífa hvítlaukinn yfir og steikja stutta stund áfram.
  6. Hellið því næst vatninu yfir og setjið teningana saman við, náið upp suðunni og lækkið hitann síðan alveg niður og leyfið þessu að malla í um 15 mínútur.
  7. Bætið ¾ af blómkálsbitunum í pottinn þegar þeir eru búnir að vera í ofninum í 20 mínútur, geymið afganginn til að skreyta með.
  8. Maukið síðan allt grænmetið í pottinum með töfrasprota, náið upp hitanum að nýju, bætið rjómanum saman við og smakkið til með kryddum.
  9. Berið fram í skálum með ofnbökuðu blómkáli og brauðteningum á toppnum. 
  10. Ef vill er ljúft að bera nýbakað brauð með þeyttu smjör með súpunni.
mbl.is