Íslenska djasssöngkonan Laufey Lín Jónsdóttir er þekkt fyrir kvenlegan, töffaralegan og þægilegan fatastíl. Á milli þess sem hún spilar á tónleikum í guðdómlegum kjólum þá er Laufey dugleg að deila því sem hún klæðist dagsdaglega á Instagram. Þar koma víðar gallabuxur, ballerínuskór og ullarpeysa oft við sögu.
Íslenska djasssöngkonan Laufey Lín Jónsdóttir er þekkt fyrir kvenlegan, töffaralegan og þægilegan fatastíl. Á milli þess sem hún spilar á tónleikum í guðdómlegum kjólum þá er Laufey dugleg að deila því sem hún klæðist dagsdaglega á Instagram. Þar koma víðar gallabuxur, ballerínuskór og ullarpeysa oft við sögu.
Íslenska djasssöngkonan Laufey Lín Jónsdóttir er þekkt fyrir kvenlegan, töffaralegan og þægilegan fatastíl. Á milli þess sem hún spilar á tónleikum í guðdómlegum kjólum þá er Laufey dugleg að deila því sem hún klæðist dagsdaglega á Instagram. Þar koma víðar gallabuxur, ballerínuskór og ullarpeysa oft við sögu.
Smartland tók saman nokkra hluti svo hægt sé að stela stílnum af Laufeyju.
Það er ekki langt í að veturinn komi af alvöru hingað til lands. Það þýðir síð kápa, hattur og gróf stígvél.
Víðar ljósar gallabuxur eru klassískar og ættu flestir að eiga eins og eitt par í fataskápnum. Levi's 501 eru buxur sem þú getur alltaf notað og þær eru mjög flottar einu númeri of stórar.
Fyrir þau sem þurfa að skreppa út í bakarí eldsnemma á sunnudagsmorgni geta stolið þessum stíl af Laufeyju. Leðurjakki, derhúfa, röndóttar náttbuxur og ballerínuskór.
Grá prjónapeysa við stutt pils og strigaskó er bæði þægilegt og flott. Þessar flíkur gætu mörg átt inn í skáp nú þegar.
Vínrauður litur verður vinsæll í haust. Liturinn gengur upp við margt, gallaefni, svart og hvítt. Silfurlitaðir skór fara líka mjög vel við.