Fimm stórkostleg hótel í Marrakesh

Borgarferðir | 10. september 2024

Fimm stórkostleg hótel í Marrakesh

Marga dreymir um að heimsækja Marrakesh í Marokkó og upplifa einstaka menningu, fagurfræði og sögu borgarinnar beint í æð. Það vantar ekki upp á fegurð í hótelsenu borgarinnar, en hér má sjá fimm guðdómleg hótel sem Marrakesh státar af og ættu að hitta beint í mark hjá hönnunarunnendum.

Fimm stórkostleg hótel í Marrakesh

Borgarferðir | 10. september 2024

Sannkallað augnayndi!
Sannkallað augnayndi! Samsett mynd

Marga dreymir um að heimsækja Marrakesh í Marokkó og upplifa einstaka menningu, fagurfræði og sögu borgarinnar beint í æð. Það vantar ekki upp á fegurð í hótelsenu borgarinnar, en hér má sjá fimm guðdómleg hótel sem Marrakesh státar af og ættu að hitta beint í mark hjá hönnunarunnendum.

Marga dreymir um að heimsækja Marrakesh í Marokkó og upplifa einstaka menningu, fagurfræði og sögu borgarinnar beint í æð. Það vantar ekki upp á fegurð í hótelsenu borgarinnar, en hér má sjá fimm guðdómleg hótel sem Marrakesh státar af og ættu að hitta beint í mark hjá hönnunarunnendum.

El Finn

Hótelið El Finn opnaði fyrst fyrir um tveimur áratugum, en síðan þá hefur hótelið breyst og stækkað og státar nú af þrettán samtengdum byggingum, þremur sundlaugum og 41 svefnherbergjum sem hafa verið innréttuð á glæsilegan máta. Á hótelinu mætist gamalt og nýtt og skapar einstaka stemningu í anda Marokkó. 

Hótelið opnaði fyrst fyrir rúmlega 20 árum síðan.
Hótelið opnaði fyrst fyrir rúmlega 20 árum síðan. Ljósmynd/El.Fenn.com
Hótelið býr yfir miklum sjarma.
Hótelið býr yfir miklum sjarma. Ljósmynd/El.Fenn.com

Farasha Farmhouse

Í um 45 mínútna akstursfjarlægð frá Medina stendur fallegur sveitabær innan um ólífutré og glæsilega fjallagarða. Einstök fagurfræði einkennir staðinn sem fellur sérlega vel inn í ósnortið landslagið, en þar finnur þú lúxus-sveitastemningu eins og hún gerist best. 

Hótelið er umvafið guðdómlegu landslagi.
Hótelið er umvafið guðdómlegu landslagi. Ljósmynd/Farashafarmhouse.com
Hvert smáatriði á hótelinu er útpælt.
Hvert smáatriði á hótelinu er útpælt. Ljósmynd/Farashafarmhouse.com

Caravan by Habits Agafay

Í Agafay-eyðimörkinni í Marokkó finnur þú Caravan-hótelið sem býður upp á upplifun sem heillar augað samstundis. Áhersla hefur verið lögð á að gera staðinn minimalískan, sjálfbæran og vistvænan, en þar er andrúmsloftið afar rólegt og friðsælt.

Ró og friðsæld eru í forgrunni á hótelinu.
Ró og friðsæld eru í forgrunni á hótelinu. Ljósmynd/Expedia.co.uk
Hótelið hefur verið innréttað á afar fallegan máta.
Hótelið hefur verið innréttað á afar fallegan máta. Ljósmynd/Expedia.co.uk

Maison Brummell Majorelle

Hið glæsilega Maison Brummell Majorelle hefur vakið mikla athygli, enda endurspeglar þessi fagurbleika móderníska teikning umhverfið á skemmtilegan máta. Fallegir skúlptúrar, formfögur húsgögn og ljúf litapalletta er í forgrunni að innan sem skapa einstaka stemningu.

Hótelbyggingin hefur vakið þó nokkra athygli.
Hótelbyggingin hefur vakið þó nokkra athygli. Ljósmynd/Booking.com
Að innan tekur einstök fagurfræði á móti gestum og skapar …
Að innan tekur einstök fagurfræði á móti gestum og skapar notalegt andrúmsloft. Ljósmynd/Booking.com

Rosemary

Þetta fallega hótel er staðsett í einum af elstu hverfum Medina og státar af einstöku marokkósku handverki hvert sem litið er. Það var belgíski leiklistarmaðurinn og hönnuðurinn Laurence Leenaert sem á heiðurinn af fagurfræði hótelsins, en þar fær litagleðin að njóta sín ásamt óhefðbundnum formum.

Hótelið líkist helst listaverki.
Hótelið líkist helst listaverki. Ljósmynd/rosemarymarrakech.com
Skemmtilegir litir og form gefa rýmum hótelsins mikinn karakter.
Skemmtilegir litir og form gefa rýmum hótelsins mikinn karakter. Ljósmynd/rosemarymarrakech.com

Condé Nast Traveller

mbl.is