Í fjárlagafrumvarpi næsta árs, sem kynnt var í dag, er gert ráð fyrir að á árinu 2025 batni afkoman talsvert milli ára frá uppfærðri áætlun fyrir yfirstandandi ár, eða um 0,4% af vergri landsframleiðslu (VLF) og að tæplega 41 milljarðs. kr halli verði á heildarafkomu ríkissjóðs, eða sem samsvarar 0,8% af VLF, samanborið við ríflega 57 milljarða kr. halla á yfirstandandi ári.
Í fjárlagafrumvarpi næsta árs, sem kynnt var í dag, er gert ráð fyrir að á árinu 2025 batni afkoman talsvert milli ára frá uppfærðri áætlun fyrir yfirstandandi ár, eða um 0,4% af vergri landsframleiðslu (VLF) og að tæplega 41 milljarðs. kr halli verði á heildarafkomu ríkissjóðs, eða sem samsvarar 0,8% af VLF, samanborið við ríflega 57 milljarða kr. halla á yfirstandandi ári.
Í fjárlagafrumvarpi næsta árs, sem kynnt var í dag, er gert ráð fyrir að á árinu 2025 batni afkoman talsvert milli ára frá uppfærðri áætlun fyrir yfirstandandi ár, eða um 0,4% af vergri landsframleiðslu (VLF) og að tæplega 41 milljarðs. kr halli verði á heildarafkomu ríkissjóðs, eða sem samsvarar 0,8% af VLF, samanborið við ríflega 57 milljarða kr. halla á yfirstandandi ári.
„Það er mikill viðsnúningur frá tímum heimsfaraldurs kórónuveirunnar þegar halli ríkissjóðs náði hámarki við rúmlega 8% af VLF. Þá er áætlað að frumjöfnuður ríkissjóðs á næsta ári, þ.e. afkoma án vaxtagjalda og tekna, verði jákvæður um rúmlega 36 ma.kr., eða 0,7% af vergri landsframleiðslu, sem er rúmlega 4 ma.kr. bati milli ára,“ segir í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu.
Þá segir, að áætlað sé að skuldir ríkissjóðs, á mælikvarða skuldareglu laga um opinber fjármál, verði í lok næsta árs rúmlega 31% af vergri landsframleiðslu og lækkar hlutfallið um 0,7% af VLF milli ára.
Þá segir, að í fjárlagafrumvarpinu sé áhersla lögð á hóflegan raunvöxt útgjalda og forgangsraðað sé og hagrætt í þágu viðkvæmra hópa. Til viðbótar almennri aðhaldskröfu og öðrum útgjaldalækkunum sem tilgreindar séu í fjármálaáætlun sé nú búið að útfæra niður á einstaka gjaldaliði 9 milljarða afkomubætandi ráðstafanir sem gert hafi verið ráð fyrir í áætluninni.
„Samanlagt skila þessar breytingar um 29 ma.kr. lækkun útgjalda á næsta ári samanborið við fyrri áætlanir. Verður þetta að hluta nýtt til forgangsröðunar nýrra og brýnna verkefna,“ segir í tilkynningunni.
Velferðarkerfi verða styrkt:
Samgöngur bættar:
Heilbrigðismál áfram í forgangi:
Fjárfestingar og fjármagnstilfærslur:
Rannsóknir og þróun
Þá segir í tilkynningu ráðuneytisins, að brýnt sé að horfast í augu við að helsta meðalið við verðbólgu, þ.e. háir stýrivextir Seðlabankans, hafi mest áhrif á skuldsetta heimili.
„Vaxtabyrði ungs fólks hefur aukist hraðar en annarra aldurshópa. Aðgerðir stjórnvalda til að styðja við markmið langtímakjarasamninga eru í forgangi og styðja sérstaklega við barnafólk, leigjendur og skuldsetta íbúðaeigendur á tímabili samningsins. Má nefna að sérstakur vaxtastuðningur til heimila með íbúðalán var greiddur út á liðnu ári, grunnfjárhæðir húsnæðisbóta og eignaskerðingarmörk í húsnæðisbótakerfinu voru hækkuð umtalsvert og stuðningur við barna¬fjölskyldur stórefldur. Umfang aðgerðanna nemur um 14 ma.kr. á árinu 2025. Í tengslum við gerð langtímakjarasamninga ákvað ríkisstjórnin að styðja við byggingu
1.000 íbúða á ári á samningstímanum með stofnframlögum til almennra íbúða og hlutdeildarlánum og er fjármögnun þeirra tryggð,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins.