Síld og fiskur ehf. hefur í samráði við Matvælastofnun stöðvað sölu á tveimur framleiðslulotum af fullelduðu snitzel og innkallað vöruna frá neytendum.
Síld og fiskur ehf. hefur í samráði við Matvælastofnun stöðvað sölu á tveimur framleiðslulotum af fullelduðu snitzel og innkallað vöruna frá neytendum.
Síld og fiskur ehf. hefur í samráði við Matvælastofnun stöðvað sölu á tveimur framleiðslulotum af fullelduðu snitzel og innkallað vöruna frá neytendum.
Fram kemur í tilkynningu, að fyrir mistök hafi snitzel sem þarfnast eldunar verið pakkað í umbúðir fyrir fulleldað snitzel.
Tekið er fram að leiðbeiningar á umbúðum um að aðeins þurfi að hita vöruna séu því ekki fullnægjandi því varan þarfnist eldunar fyrir neyslu.
„Viðskiptavinum sem keypt hafa vöruna er bent á að skila henni til Síldar og Fisks eða í verslunina þar sem hún var keypt gegn fullri endurgreiðslu.
Síld og fiskur vill þá einnig benda á að varan sé ekki hættuleg, sé hún fullelduð fyrir neyslu,“ segir í tilkynningunni.
Um er að ræða vörur með lotunúmerunum 02.09.24 og 04.09.24, Best fyrir 23.09.24 og 25.09.24, en þeim hafði verið dreift í verslanir Bónus, Krónunnar, Hagkaupa, Samkaupa, Fjarðarkaup, Kassinn og Kaupfélag V-Húnvetninga.