Milljarða taprekstur á næstu árum

ÍL-sjóður | 10. september 2024

Milljarða taprekstur á næstu árum

Gert er ráð fyrir viðvarandi taprekstri ÍL-sjóðs á næstu árum þar sem vaxtamunur sjóðsins er neikvæður og verðtryggðar skuldir hærri en eignir. Útlit er fyrir 17,9 milljarða kr. neikvæða afkomu á næsta ári.

Milljarða taprekstur á næstu árum

ÍL-sjóður | 10. september 2024

Sjóðurinn varð til við uppskiptingu gamla Íbúðalánasjóðs.
Sjóðurinn varð til við uppskiptingu gamla Íbúðalánasjóðs. mbl.is/Jón Pétur

Gert er ráð fyrir viðvarandi taprekstri ÍL-sjóðs á næstu árum þar sem vaxtamunur sjóðsins er neikvæður og verðtryggðar skuldir hærri en eignir. Útlit er fyrir 17,9 milljarða kr. neikvæða afkomu á næsta ári.

Gert er ráð fyrir viðvarandi taprekstri ÍL-sjóðs á næstu árum þar sem vaxtamunur sjóðsins er neikvæður og verðtryggðar skuldir hærri en eignir. Útlit er fyrir 17,9 milljarða kr. neikvæða afkomu á næsta ári.

Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi næsta árs.

Bent er á, að uppsafnaður fjárhagsvandi sjóðsins sé tilkominn vegna uppgreiðslna á útlánum sjóðsins sem hófust á árinu 2004. Tekið er fram að vaxtabreytingar síðustu ára hafi fram til þessa ýtt undir þessa þróun.

„Þrátt fyrir þessar innborganir eru skuldir sjóðsins óuppgreiðanlegar og bera fasta verðtryggða vexti. Sjóðurinn varð til við uppskiptingu gamla Íbúðalánasjóðs og er markmið hans að lágmarka áhættu og kostnað ríkissjóðs við uppgjör og úrvinnslu eigna og skulda ÍL-sjóðs,“ segir í frumvarpinu. 

Upplausnarvirðið neikvætt um 128 milljarða

Enn fremur kemur fram, að ljóst sé að kostnaður ríkissjóðs vegna ábyrgðarinnar verði umtalsverður en upplausnarvirði [virði ef allar eignir eru seldar] sjóðsins um síðustu áramót var metið neikvætt um 128 milljarða.

„Um nokkurt skeið hefur verið stefnt að úrvinnslu sjóðsins með það að markmiði að loka honum. Hefur helst verið horft til þess að ná því fram með samkomulagi við kröfuhafa, sem einkum eru lífeyrissjóðir. Fyrr á árinu var greint frá því að formlegar viðræður væru hafnar við stóran hluta kröfuhafa.“

mbl.is