Ný bandarísk raunveruleikasería, The Secret Lives of Mormon Wives, hefur vakið mikla athygli síðustu daga, en fyrsti þátturinn fór í loftið þann 6. september síðastliðinn.
Ný bandarísk raunveruleikasería, The Secret Lives of Mormon Wives, hefur vakið mikla athygli síðustu daga, en fyrsti þátturinn fór í loftið þann 6. september síðastliðinn.
Ný bandarísk raunveruleikasería, The Secret Lives of Mormon Wives, hefur vakið mikla athygli síðustu daga, en fyrsti þátturinn fór í loftið þann 6. september síðastliðinn.
Þáttaserían, sem fjallar um áhrifavalda sem tilheyra Kirkju Jesú Krists hinna síðari daga heilögu, er sögð eiga eftir að heilla og hneyksla sjónvarpsáhorfendur, en í þáttunum verður meðal annars farið ofan í saumana á kynlífshneyksli innan kirkjunnar.
Fylgst verður með lífi átta kvenna innan trúarhópsins í Utah, líkt og er gert í The Real Housewives.
Þættirnir eru sagðir gefa nokkuð sanna mynd af lífi mormóna í Bandaríkjunum, en trúarhópurinn leggur til að mynda mikla áherslu á útlit og glæsileika kvenna, en margar gangast undir lýtaaðgerðir til að falla undir hefðbundna fegrunarstaðla.
Mormónakirkjan var stofnuð af Joseph Smith á fyrri hluta 19. aldar í Bandaríkjunum og telja safnaðarfélagar ríflega 16 milljónir á heimsvísu. Mormónar eru kristinn trúflokkur og trúa að þau ein séu endurrisinn söfnuður Jesú Krists og að aðrir trúarhópar hafi villst af leið.