Sigurður Ingi: „Punktur prik“

Sigurður Ingi: „Punktur prik“

Stefnt verður að því að klára söluna á eftirstandandi hlut ríkisins í Íslandsbanka fyrir lok kjörtímabilsins. Bankinn verður seldur í tveimur lotum, önnur lotan fyrir áramót og hin lotan eftir áramót.

Sigurður Ingi: „Punktur prik“

Sala á hlut ríkisins í Íslandsbanka | 10. september 2024

Sigurður Ingi var ekkert að málalengja varðandi ástæður þess að …
Sigurður Ingi var ekkert að málalengja varðandi ástæður þess að Íslandsbanki verður seldur í tveimur hlutum. Samsett mynd/mbl.is/Óttar/Kristinn

Stefnt verður að því að klára söl­una á eft­ir­stand­andi hlut rík­is­ins í Íslands­banka fyr­ir lok kjör­tíma­bils­ins. Bank­inn verður seld­ur í tveim­ur lot­um, önn­ur lot­an fyr­ir ára­mót og hin lot­an eft­ir ára­mót.

Stefnt verður að því að klára söl­una á eft­ir­stand­andi hlut rík­is­ins í Íslands­banka fyr­ir lok kjör­tíma­bils­ins. Bank­inn verður seld­ur í tveim­ur lot­um, önn­ur lot­an fyr­ir ára­mót og hin lot­an eft­ir ára­mót.

Þetta seg­ir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, í sam­tali við mbl.is í kjöl­far kynn­ing­ar á fjár­lög­um 2025.

Til stóð að selja hluta rík­is­ins í einni eða tveim­ur lot­um. Bjarni Bene­dikts­son hafði sagt í sam­tali við mbl.is í ág­úst að sal­an færi eft­ir markaðsaðstæðum en að raun­hæft væri að losa um eign­ar­hlut­inn í vet­ur.

Hyggst klára söl­una fyr­ir lok kjör­tíma­bils

Af hverju er verið að selja í tveim­ur lot­um, eru markaðsaðstæður ekki nógu góðar?

„Það var ákveðið í frum­varp­inu sem var samþykkt á þing­inu og við erum að fylgja því. Punkt­ur prik,“ seg­ir Sig­urður.

Er ein­hver ástæða fyr­ir því að þetta er selt í tveim­ur áföng­um?

„Það þótti skyn­sam­legra,“ seg­ir hann.

Aðspurður seg­ir hann að planið sé að selja Íslands­banka fyr­ir lok kjör­tíma­bils­ins.

mbl.is