Sigurður: Komumst í mark á næstu mánuðum

Fjárlög 2025 | 10. september 2024

Sigurður: Komumst í mark á næstu mánuðum

Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að að fjárlög stuðli að lækkun verðbólgu með aðhaldi upp á 29 milljarða, samanborið við fyrri áætlanir. 

Sigurður: Komumst í mark á næstu mánuðum

Fjárlög 2025 | 10. september 2024

Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra kynnir fjárlagafrumvarp fyrir árið 2025.
Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra kynnir fjárlagafrumvarp fyrir árið 2025. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að að fjárlög stuðli að lækkun verðbólgu með aðhaldi upp á 29 milljarða, samanborið við fyrri áætlanir. 

Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að að fjárlög stuðli að lækkun verðbólgu með aðhaldi upp á 29 milljarða, samanborið við fyrri áætlanir. 

Þetta segir hann í samtali við mbl.is í kjölfar kynningar á fjárlögum fyrir árið 2025.

Sigurður nefnir að árið 2025 verði fimmta árið í röð sem rík­is­sjóður sé að minnka um­svif sín í hlut­falli af stærð hag­kerf­is­ins. Gert ráð fyrir því að útgjaldavöxtur verði 4,1% og að halli á ríkissjóði muni nema 41 milljarði króna.

Aðhald upp á 29 milljarða samanborið við fyrri áætlanir

Hvernig hjálpa fjárlögin í baráttunni við verðbólguna?

„Fyrst og fremst með því að sýna fram á að við getum farið í þau verkefni sem við erum að leggja hérna til með aðhaldi upp á 29 milljarða, útgjaldastigi sem er miklu lægra heldur en hefur verið undanfarin mörg ár og öðrum þeim stuðningsaðgerðum sem við erum að styðja við viðkvæma hópa til að komast í gegnum tímabilið,“ segir Sigurður og bætir því við að verðbólgan sé að að fara niður álíka hratt og hún fór upp.

Til viðbót­ar al­mennri aðhalds­kröfu og öðrum út­gjalda­lækk­un­um sem til­greind­ar eru í fjár­mála­áætl­un er nú búið að út­færa niður á ein­staka gjaldaliði níu millj­arða af af­komu­bæt­andi ráðstöfunum sem gert hafði verið ráð fyr­ir í áætl­un­inni.

„Ef við höldum þeim takti þá erum við komin í mark á næstu mánuðum,“ segir hann.

„Útgjöldin hafa vaxið umtalsvert“

Nú hafa ríkisútgjöld tæplega tvöfaldast frá 2017. Er það ekki meginorsök verðbólgunnar, sem hefur verið þrálátari hér en í öðrum Norðurlöndum?

„Ríkisumsvifin hafa minnkað sem hlutfall af hagstærð. Útgjöldin hafa vaxið umtalsvert. Langstærsti hlutinn er vegna þess að laun hafa hækkað umtalsvert mikið, það er langstærsti hlutinn. Hinn hlutinn er vegna þess að okkur hefur fjölgað umtalsvert á hverju ári síðastliðið annað ár,“ segir hann.

Sigurður segir að allt sé á réttri leið og að þjóðin sé að fara sjá til lands í baráttunni við verðbólguna. Stærsta áskorunin sé þó fasteignamarkaðurinn.

Vinnan í gangi

Sigurður sagði í samtali við mbl.is í maí að það væru tækifæri til hagræðingar með því að auka á eft­ir­lit með styrkj­um til ný­sköp­un­ar og skoða nán­ar skil­yrði fyr­ir end­ur­greiðslu á kostnaði vegna kvik­mynda­fram­leiðslu hér á landi. Þá ætti að fækka op­in­ber­um nefnd­um.

Spurður hvernig þessi vinna gangi svarar Sigurður:

„Þetta er í gangi.“

Er búið að fækka opinberum nefndum?

„Þetta er í gangi, vinnan er í gangi,“ segir hann.

mbl.is