Taka upp gjald fyrir bens­ín- og dísil­bíla

Fjárlög 2025 | 10. september 2024

Taka upp kílómetragjald fyrir bens­ín- og dísil­bíla

Stærsta skattkerfisbreyting ársins felst í kerfisbreytingu á gjaldtöku af ökutækjum og eldsneyti, að því er segir í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Í byrjun ársins verður kílómetragjald einnig lagt á bifreiðar sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. 

Taka upp kílómetragjald fyrir bens­ín- og dísil­bíla

Fjárlög 2025 | 10. september 2024

Í byrjun næsta árs verður kílómetragjald einnig lagt á bifreiðar …
Í byrjun næsta árs verður kílómetragjald einnig lagt á bifreiðar sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Ljósmynd/Colourbox

Stærsta skattkerfisbreyting ársins felst í kerfisbreytingu á gjaldtöku af ökutækjum og eldsneyti, að því er segir í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Í byrjun ársins verður kílómetragjald einnig lagt á bifreiðar sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. 

Stærsta skattkerfisbreyting ársins felst í kerfisbreytingu á gjaldtöku af ökutækjum og eldsneyti, að því er segir í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Í byrjun ársins verður kílómetragjald einnig lagt á bifreiðar sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. 

Þetta kemur fram í tilkynningu fjármálaráðuneytisins, en fjárlagafrumvarp næsta árs var kynnt á blaðamannafundi nú í morgun. 

Stærsta skattkerfisbreyting ársins

Fram kemur, að samhliða hóflegum raunvexti útgjalda taki breytingar á sköttum á árinu 2025 m.a. mið af viðbrögðum stjórnvalda við efnahagslegri þróun og áhrifum tæknibreytinga á tekjustofna ríkisins.

„Stærsta skattkerfisbreyting ársins felst í kerfisbreytingu á gjaldtöku af ökutækjum og eldsneyti. Með hröðum orkuskiptum í samgöngum og sífellt sparneytnari bílvélum hafa tekjur af ökutækjum og eldsneyti fallið töluvert. Til að bregðast við þeirri þróun hefur verið ákveðið að taka upp kílómetragjald vegna notkunar bifreiða en samhliða verða eldri gjöld felld niður, þ.e. vörugjöld af bensíni og olíugjald af dísilolíu. Jafnframt verður kolefnisgjald hækkað til að viðhalda hvötum til orkuskipta,“ segir í tilkynningunni. 

Skilvirkara og sanngjarnara gjaldakerfi

Bent er á, að fyrsta skrefið í þessari kerfisbreytingu hafi verið tekið í byrjun árs 2024 með upptöku kílómetragjalds á notkun rafmagns-, tengiltvinn- og vetnisbifreiða.

„Annað skrefið verður stigið í byrjun árs 2025 og felst í því að kílómetragjald verður einnig lagt á bifreiðar sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Með þessum breytingum er ekki aðeins skotið styrkari stoðum undir tekjuöflun ríkisins heldur einnig komið á skilvirkara og sanngjarnara gjaldakerfi þar sem þeir borga sem nota vegakerfið en þó að teknu tilliti til áhrifa af þyngd ökutækja á vegslit,“ segir í tilkynningunni. 

Bensín- og olíugjöld falla niður

Þá segir, að vegna fyrirhugaðrar kerfisbreytingar á gjaldtöku af notkun ökutækja muni bensín- og olíugjöld falla niður. Önnur krónutölugjöld hækki um 2,5%, í samræmi við yfirlýsingu stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga og í takt við verðbólgumarkmið þrátt fyrir að verðbólga sé áætluð 5,2% á yfirstandandi ári.

mbl.is