„Hefur engin áhrif á stöðu mína“

Vararíkissaksóknari áminntur | 11. september 2024

„Hefur engin áhrif á stöðu mína“

„Niðurstaða dómsmálaráðherra hefur engin áhrif á stöðu mína sem ríkissaksóknara. Er á það bent í þessu sambandi að ráðherrann tekur undir öll þau efnisatriði sem voru grundvöllur áminningarinnar árið 2022 og þau atriði sem varða tjáningu vararíkissaksóknara á árinu 2024.“

„Hefur engin áhrif á stöðu mína“

Vararíkissaksóknari áminntur | 11. september 2024

Sigríður J. Friðjónsdóttir og Helgi Magnús Gunnarsson.
Sigríður J. Friðjónsdóttir og Helgi Magnús Gunnarsson. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Niðurstaða dómsmálaráðherra hefur engin áhrif á stöðu mína sem ríkissaksóknara. Er á það bent í þessu sambandi að ráðherrann tekur undir öll þau efnisatriði sem voru grundvöllur áminningarinnar árið 2022 og þau atriði sem varða tjáningu vararíkissaksóknara á árinu 2024.“

„Niðurstaða dómsmálaráðherra hefur engin áhrif á stöðu mína sem ríkissaksóknara. Er á það bent í þessu sambandi að ráðherrann tekur undir öll þau efnisatriði sem voru grundvöllur áminningarinnar árið 2022 og þau atriði sem varða tjáningu vararíkissaksóknara á árinu 2024.“

Þetta segir Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari í skriflegu svari til Morgunblaðsins, spurð hvort niðurstaða dómsmálaráðherra í máli Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara myndi hafa áhrif á stöðu hennar sem ríkissaksóknara.

Vildi ekki tjá sig um starfsmannamál

Svo sem kunnugt er varð dómsmálaráðherra ekki við ósk Sigríðar um að víkja Helga Magnúsi tímabundið úr embætti.

Að öðru leyti kvaðst hún ekki svara spurningum um starfsmannamál vararíkissaksóknara í fjölmiðlum, þ.m.t. hvort hún hefði áhyggjur af samstarfi þeirra eftir það sem á undan er gengið.

Sigríður gaf Helga Magnúsi áminningu árið 2022 fyrir sambærileg ummæli og urðu tilefni óskar hennar til dómsmálaráðherra um tímabundna lausn hans frá störfum og spurð, hvort ekki hefði verið einfaldara fyrir hana að veita honum aðra áminningu og þar með lausn frá störfum, sagði hún:

„Lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins gera ekki ráð fyrir því að opinberir starfsmenn séu ítrekað áminntir. Ef viðkomandi starfsmaður bætir ekki ráð sitt í kjölfar áminningar þá þarf að grípa til annarra úrræða, þ.e. að veita starfsmanninum lausn frá störfum. Ríkissaksóknari er ekki stjórnvaldið sem skipaði vararíkissaksóknara í embætti heldur var það dómsmálaráðherra. Af því leiðir að ríkissaksóknari hefur ekki heimild lögum samkvæmt til að veita vararíkissaksóknara lausn frá störfum heldur er það á hendi ráðherra.“

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is