Hindberjasjeikinn er uppáhalds hjá Margréti Leifs

Uppskriftir | 11. september 2024

Hindberjasjeikinn er uppáhalds hjá Margréti Leifs

Margrét Leifs heilsumarkþjálfi kann svo sannarlega að gera holla og góða sjeika sem gleðja líkama og sál. Þessi hindberjasjeik er einn af hennar uppáhalds og á haustin leggur hún mikið upp úr því að fá sér reglulega holla og góða sjeika. Þessi gefur þér orku út daginn og svo er hann svo bragðgóður.

Hindberjasjeikinn er uppáhalds hjá Margréti Leifs

Uppskriftir | 11. september 2024

Margrét Leifs býður upp á hindberjasjeik sem gefur þér orku …
Margrét Leifs býður upp á hindberjasjeik sem gefur þér orku út daginn. Samsett mynd/mbl.is/Árni Sæberg

Margrét Leifs heilsumarkþjálfi kann svo sannarlega að gera holla og góða sjeika sem gleðja líkama og sál. Þessi hindberjasjeik er einn af hennar uppáhalds og á haustin leggur hún mikið upp úr því að fá sér reglulega holla og góða sjeika. Þessi gefur þér orku út daginn og svo er hann svo bragðgóður.

Margrét Leifs heilsumarkþjálfi kann svo sannarlega að gera holla og góða sjeika sem gleðja líkama og sál. Þessi hindberjasjeik er einn af hennar uppáhalds og á haustin leggur hún mikið upp úr því að fá sér reglulega holla og góða sjeika. Þessi gefur þér orku út daginn og svo er hann svo bragðgóður.

Girnilegur í fallegu glasi.
Girnilegur í fallegu glasi. mbl.is/Árni Sæberg

Hindberjasjeik

Fyrir 2

  • 2 dl möndlur, búnar að liggja í bleyti í 8 klukkustundir og skolaðar vel
  • 7 dl kalt vatn
  • 8-10 döðlur, steinlausar
  • 6 dl frosin hindber
  • 4 msk. möndlusmjör

 Aðferð:

  1. Setjið möndlurnar, vatnið og döðlurnar í blandarann og blandið saman.
  2. Bætið frosnum jarðarberjum og möndlusmjöri út í og blandið aftur.
  3. Hellið í fallegt glas, skreytið með hindberjum og njótið í góðum félagsskap.
mbl.is